Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 28
spennandi. Mérfmnstekki nógnýhugsun íþeim, bara aðdáun. Til hversyrkirðu um þessafrœgu einstaklinga? Hvaða erindi ætlarðu þessum Ijóðum? „Ég reikna með því að þetta sé eins og gleði yfir minningu sem ég vil deila með lesendum. Ég er ekki að vinna eitthvert skylduverk heldur fjalla um fólk sem hefur haft áhrif á mig. En þessi kafli í Tveggja bakka veðri er ortur fyrir bein áhrif frá Borges, og eitt kvæðið þallar um hann. Ég hef líka gaman af að yrkja á ferðalögum, og hér er kafli um staði sem ég hef stöðvast við. Ekkert af þessu er tilviljun. Einn þeirra sem ég yrki um er japanska skáldið Mishima sem skrifaði bókina um sjómanninn sem hafið hafnaði. Mér fannst ég sem íslendingur eiga margt sameiginlegt með Mishima sem Japana. Hann átti að hafa þessa yfirgengilegu aðdáun á bandarískri menningu og bandarísku þjóðfélagi á sama hátt og ég á að hafa svo mikla aðdáun á bandarísku þjóðfélagi og menningu, en ég skildi hann svo vel þegar kom í ljós að þessi aðdáun var takmörkuð. Tengslin við hinn þjóðlega arf eru mér mikið súrefni. Ég get ekki hugsað mér ísland án hans. Og Mishima var alltof bundinn sínum japanska arfi til að geta gengist upp í amerískri menningu. Þessari nýju veröld. Ég hefði aldrei getað ort kvæði um New York af sama fögnuði og Lorca. Minn hugur er að þessu leyti nær Mishima en Lorca. Eiginlega fer svo margt í Bandaríkjunum hryllilega í taugarnar á mér. Hins vegar fór ég sextán ára gamall til Rússlands sem háseti á Brúarfossi; á tímum Stalíns. Margt í öllum óhugnaðinum þar fassíneraði mig.“ Þetta hef ég nú ekki eftir þér, Matthías! „Jú, fólkið, umhverfið, konurnar, þetta var fólk. Það er engin tilviljun að ég skrifaði „Spunnið um Stalín". Rússland fylgdi mér alltaf eftir að ég hafði verið í Leningrad þessa viku. Fólkið fylgir manni — og andrúmsloftið. En það var til að menn sögðu eftir „Spunnið um Stalín“: hvernig er þetta með hann Matthías, ætli hann sé alræðissinni? Mildð óskaplega skilur hann þetta vel! Ég hafði mjög gaman af því. Ég skrifaði þessa sögu þannig að ég skrifaði fyrst leikrit sem dugði ekki, en ég var svo heillaður af efninu að ég lét eldd bugast heldur tók ég leikritið og skrifaði sögu upp úr því. Ég hef gert það oftar. Sagan um Hamsun í Konungur í Aragon var fyrst leikrit.“ Tveggja bakka veður endar á Ijóðabálki um John Lennon. Afhverju ortirðu um poppstjörnu? „Ég var alltaf hrifinn af Elvis Presley og Bítlunum. Ég var í Genf þegar Elvis dó og ég man þegar ég sá fyrirsögnina í fimm dálkum á forsíðu einhvers dagblaðs: „Le roi est mort!“ Dauði Lennons snart mig vegna þess að þeir höfðu snortið mig. Mér fannst svo sorglegt að hann þyrfti að skilja drenginn sinn eftir. Morðið á honum var atlaga að goðsögn. Hann var tákn. I kvæðinu er minnt á hvað það var margt ekta í áherslum Bítlanna miðað við allt mögulegt plast í kringum okkur. 26 TMM 1996:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.