Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 40
útlöndum en hér heima. Hérna var alltaf verið að skrifa um ritstjórann, erlendis var verið að skrifa um skáldið. Þeir vissu fæstir úti að ég væri ritstjóri. Ég reikna með að munurinn hafi legið í því. En ég birti einnig stundum íslenska dóma!“ Armarnir tóku auðvitað ekki mark hvor á öðrum. Þótt þúfengir lofí hægri pressunni þá var blásið á það... „Og hægri menn tóku ekkert mark á gagnrýni vinstra liðsins — þeir eru bara að hefna sín á ritstjóranum, var sagt. Og öllum var skítsama — nema mér! Ég held að þegar Jóhannes úr Kötlum vildi að ég talaði við hann í sjónvarpið þá hafi honum fundist að ég hefði farið í gegnum svipaða hluti og hann að þessu leyti og þess vegna skildi ég hann. Við vorum báðir með vissum hætti fórnarlömb ástandsins.“ Til hversfmnstþér Ijóðagagnrýni í blöðum og tímaritum vera ogfyrir hvern er hún? „Þú ættir nú að vita þetta betur en ég! Gagnrýni á að vera upplýsandi, rétta lesandanum hjálparhönd, en hún á ekki að vera til þess að stúta skáldinu. Mig varðar ekkert um þessa ex- pressjónistísku gagnrýni eða þessa hatrömmu gagnrýni þar sem mestu máli skiptir hvað gagnrýnandinn er ofsalega klár. Mér er nákvæmlega sama hvað einhver persóna segir. Það getur verið óþægilegt um tíma en hún hefur aldrei síðasta orðið. Ekki einu sinni gagnrýni mikilla áhrifamanna eins og Georgs Brandes hefur síðasta orðið, þótt eflaust hafi verið þjáningafullt að láta hann skera sig niður við trog! Ef skáldskapurinn dugar þá hefur hann síðasta orðið. En upplýsandi gagnrýni vekur með lesendum nýjar hugmyndir, víkkar sjónarsviðið, hjálpar lesandanum að njóta þess að verða skáld með skáldinu, og hún er gífurlega mikilvæg. En sú gagnrýni er afkvæmi bókmennta en ekki þeirrar blaðagagnrýni sem er meira í ætt við kjaftasögur. Og ég geri greinar- mun á þessu. Ég hef fengið þannig gagnrýni áður fyrr að það var alveg ástæða til að pakka saman og hætta þessu ef maður hefði tekið hana alvarlega, en maður hefur ekki leyfi til að taka gagnrýni alvarlega ef hún er ekki alvarleg. Ef hún er bara uppákoma fyrir einhvern sem þarf á því að halda, að einhver segi: hefurðu séð hvað hann skrifaði? sástu hvernig hún afgreiddi hann? Sástu hvernig hann fór með hann? Sástu hvernig hún varð úti? Þá kemur hún manni ekkert við.“ Síðasta aðdáunarkynslóðin Þú ert vel heima í evrópskri og bandarískri Ijóðlist á þessari öld ogþeirri síðustu, en lestu ung íslensk skáld? „Ég les þau þegar ég rekst á þau. Ég er ekki eins og Sigurður Nordal var. Þegar ég heimsótti hann og drakk með honum kaffi og koníak þá var hann 38 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.