Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 40
útlöndum en hér heima. Hérna var alltaf verið að skrifa um ritstjórann,
erlendis var verið að skrifa um skáldið. Þeir vissu fæstir úti að ég væri ritstjóri.
Ég reikna með að munurinn hafi legið í því. En ég birti einnig stundum
íslenska dóma!“
Armarnir tóku auðvitað ekki mark hvor á öðrum. Þótt þúfengir lofí hægri
pressunni þá var blásið á það...
„Og hægri menn tóku ekkert mark á gagnrýni vinstra liðsins — þeir eru
bara að hefna sín á ritstjóranum, var sagt. Og öllum var skítsama — nema
mér! Ég held að þegar Jóhannes úr Kötlum vildi að ég talaði við hann í
sjónvarpið þá hafi honum fundist að ég hefði farið í gegnum svipaða hluti
og hann að þessu leyti og þess vegna skildi ég hann. Við vorum báðir með
vissum hætti fórnarlömb ástandsins.“
Til hversfmnstþér Ijóðagagnrýni í blöðum og tímaritum vera ogfyrir hvern
er hún?
„Þú ættir nú að vita þetta betur en ég!
Gagnrýni á að vera upplýsandi, rétta lesandanum hjálparhönd, en hún á
ekki að vera til þess að stúta skáldinu. Mig varðar ekkert um þessa ex-
pressjónistísku gagnrýni eða þessa hatrömmu gagnrýni þar sem mestu máli
skiptir hvað gagnrýnandinn er ofsalega klár. Mér er nákvæmlega sama hvað
einhver persóna segir. Það getur verið óþægilegt um tíma en hún hefur aldrei
síðasta orðið. Ekki einu sinni gagnrýni mikilla áhrifamanna eins og Georgs
Brandes hefur síðasta orðið, þótt eflaust hafi verið þjáningafullt að láta hann
skera sig niður við trog! Ef skáldskapurinn dugar þá hefur hann síðasta orðið.
En upplýsandi gagnrýni vekur með lesendum nýjar hugmyndir, víkkar
sjónarsviðið, hjálpar lesandanum að njóta þess að verða skáld með skáldinu,
og hún er gífurlega mikilvæg. En sú gagnrýni er afkvæmi bókmennta en ekki
þeirrar blaðagagnrýni sem er meira í ætt við kjaftasögur. Og ég geri greinar-
mun á þessu. Ég hef fengið þannig gagnrýni áður fyrr að það var alveg ástæða
til að pakka saman og hætta þessu ef maður hefði tekið hana alvarlega, en
maður hefur ekki leyfi til að taka gagnrýni alvarlega ef hún er ekki alvarleg.
Ef hún er bara uppákoma fyrir einhvern sem þarf á því að halda, að einhver
segi: hefurðu séð hvað hann skrifaði? sástu hvernig hún afgreiddi hann?
Sástu hvernig hann fór með hann? Sástu hvernig hún varð úti? Þá kemur
hún manni ekkert við.“
Síðasta aðdáunarkynslóðin
Þú ert vel heima í evrópskri og bandarískri Ijóðlist á þessari öld ogþeirri síðustu,
en lestu ung íslensk skáld?
„Ég les þau þegar ég rekst á þau. Ég er ekki eins og Sigurður Nordal var.
Þegar ég heimsótti hann og drakk með honum kaffi og koníak þá var hann
38
TMM 1996:3