Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 41
alltaf með allar nýju bækurnar á borðinu og búinn að kynna sér þær. Ég hef ekki fylgst kerfisbundið með ungum skáldum eins og hann gerði þó að mér fyndist það að mörgu leyti til fyrirmyndar. En ég hef vissa nautn af því þegar ég sé ljóð eftir ungan höfund og finn að ég hefði sjálfur viljað yrkja það. Það er minn mælikvarði. Og ég get alveg sagt það hér að ég var að lesa verðlauna- bók Listahátíðar, Blánótt, og þar eru einstaka hlutir frá fóiki sem ég þekki ekki sem vekja hjá mér gleði og ég segi við sjálfan mig: Það verður aldrei ort síðasta ljóðið á íslandi!“ Dáistu að einhverju ungskáldi? „Nei. Ég er búinn að dást að svo mörgum mér eldri að nú finnst mér kominn tími til að einhverjir fari að dást að mér! En hluturinn er sá að okkur sem vorum aldir upp í kreppunni fannst sjálfsagt að dást að þeim sem okkur þóttu merkileg skáld og voru eldri en við, en nú finnst mér nýjar kynslóðir gera eiginlega of miklar kröfur til að ég dáist að þeim. Ég held að mín kynslóð sé síðasta aðdáunarkynslóðin á íslandi! Mín kynslóð gerði engar kröfur til að aðrir dáðust að henni en mér finnst ég verða var við það að miklu yngri skáld geri kröfur um að maður dáist að þeim. Ég hef stundum orðið var við áhrif frá sjálfum mér hjá ungu fólki og ég tala ekki um það og það talar ekki um það, því ennþá loðir það við að það sé ekkert skemmtilegt að verða fyrir áhrifum af ritstjóra Morgunblaðsins. Sum ljóð ákveðinna skálda minna mig svo á sjálfan mig að það er eiginlega svolítið fyndið.“ Styrkur af kompaníi Louisa Matthíasdóttirgerði myndir við Hólmgönguljóð og Gunnlaugur Schev- ing við Jörð úr œgi og Vor úr vetri. Svo gerði Áslaug Sverrisdóttir nosturslegar teikningar við Vísur um vötn ogErró myndir í sínum stíl við Dagur ei meir og Morgunn i maí. Varstu ánægður með myndirnar við Ijóðin þín? „Tiltölulega ungt skáld sem átti í vök að verjast þá fann ég styrk af því að einhver vildi vera í kompaníi við mig. Ég varð hissa þegar Louisa frænka mín vildi gera þetta, en hún hafði fyrr gefið mér myndir. Þegar ég fékk skarlatssóttina fimm ára gamall þá átti að flytja mig á farsóttarhúsið svo að ég gæti dáið þar. En móðir mín neitaði því og varð eftir hjá mér í sóttkvínni en allir aðrir fluttu burt úr húsinu. Enginn fékk að koma til okkar nema læknirinn. Þá málaði Louisa myndir handa mér og sendi mér eins og kveðju á hverjum degi, stórar litríkar vatnslitamyndir sem móðir mín festi á veggina í herberginu mínu þangað til það var orðið eins og ævintýri. En þegar mér batnaði var öllu brennt sem ekki var hægt að sótthreinsa á heimilinu, líka myndunum frá Louisu. Ég sé eftir þeim ennþá. Ég fékk líka kveðju frá kaþólska biskupnum á hverjum degi. Hann sendi TMM 1996:3 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.