Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 50
Eftir drykklanga stund hélt drengurinn áfram.
— Hann dó fyrir tveimur árum. Amma dó löngu áður en ég fæddist
og var grafin hérna en hann lét taka frá pláss fyrir sig við hliðina á
henni. Hann sagði mér oft ffá því þegar ég kom hingað með honum.
Ég kem hingað til þess að tala við hann. Hann heyrir allt sem ég segi.
Og skilur, bætti hann við feimnislega. Mér líður alltaf svo vel á eftir.
Þá finnst mér ég ekki vera einn. Afi var sá eini sem — sem —
Drengurinn þagnaði og byrjaði aftur að strjúka steininn.
Skáldið dæsti, saug upp í nefið og leit til himins.
— Það er alltaf bara einn, sagði hann svo seint og fast. Bara einn.
— Mér fannst allt búið þegar afi dó, sagði drengurinn lágt. Hann
var sá eini sem hlustaði á mig.
— Áttu ekki foreldra? spurði skáldið.
— Jú, jú, en þau hlusta aldrei á mig. Þau þykjast bara gera það. Jánka
og kinka kolli en ég finn að þau eru alltaf að hugsa um eitthvað annað.
Afi, hann hélt oft í höndina á mér á meðan ég var að tala við hann.
Horfði í augun á mér og brosti. Brosið hans afa. Það var svo fallegt,
sagði drengurinn, hætti að strjúka steininn og leit framan í skáldið.
Það komu svona hrukkur í kringum augun. Eins og á þér, bætti hann
við. Og svo fórum við í langar gönguferðir niðrí fjöru. Alveg út á nes
og til baka. Tíndum alls konar dót, skeljar og kuðunga í plastpoka.
Hann kenndi mér að þekkja tjald, sandlóu og stelk og hvar ég gæti
fundið hornsíli. Við höfðum alltaf með okkur nesti. Settumst á stein-
ana okkar úti á nesi og horfðum á skipin á meðan við borðuðum
nestið, döðlur, kex og kökur og drukkum kakómjólk með. Hann sagði
mér frá skipunum. Hvert þau væru að fara og hvað þau kæmu með
til baka frá útlöndum. Alls konar vörur og kræsingar úr svörtustu
Afríku. Það er þar sem krían er á veturna. Svo kemur hún hingað í
maí. Það sagði afi.
— Það hefur verið heljar mikill kall, hann afi þinn, sagði skáldið og
brosti lítið eitt. Ferðu nokkurn tíma í fjörur núna?
— Ja, stundum. Ekki oft, sagði drengurinn með semingi. Það vantar
eitthvað þegar afi — hann hætti að tala og horfði í augu skáldsins —
ferð þú off í fjörur?
— O, nei, sagði skáldið. Það er nú orðið langt síðan ég hef gengið
fjörur.
— Eigum við að koma núna? spurði drengurinn.
48
TMM 1996:3