Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 50
Eftir drykklanga stund hélt drengurinn áfram. — Hann dó fyrir tveimur árum. Amma dó löngu áður en ég fæddist og var grafin hérna en hann lét taka frá pláss fyrir sig við hliðina á henni. Hann sagði mér oft ffá því þegar ég kom hingað með honum. Ég kem hingað til þess að tala við hann. Hann heyrir allt sem ég segi. Og skilur, bætti hann við feimnislega. Mér líður alltaf svo vel á eftir. Þá finnst mér ég ekki vera einn. Afi var sá eini sem — sem — Drengurinn þagnaði og byrjaði aftur að strjúka steininn. Skáldið dæsti, saug upp í nefið og leit til himins. — Það er alltaf bara einn, sagði hann svo seint og fast. Bara einn. — Mér fannst allt búið þegar afi dó, sagði drengurinn lágt. Hann var sá eini sem hlustaði á mig. — Áttu ekki foreldra? spurði skáldið. — Jú, jú, en þau hlusta aldrei á mig. Þau þykjast bara gera það. Jánka og kinka kolli en ég finn að þau eru alltaf að hugsa um eitthvað annað. Afi, hann hélt oft í höndina á mér á meðan ég var að tala við hann. Horfði í augun á mér og brosti. Brosið hans afa. Það var svo fallegt, sagði drengurinn, hætti að strjúka steininn og leit framan í skáldið. Það komu svona hrukkur í kringum augun. Eins og á þér, bætti hann við. Og svo fórum við í langar gönguferðir niðrí fjöru. Alveg út á nes og til baka. Tíndum alls konar dót, skeljar og kuðunga í plastpoka. Hann kenndi mér að þekkja tjald, sandlóu og stelk og hvar ég gæti fundið hornsíli. Við höfðum alltaf með okkur nesti. Settumst á stein- ana okkar úti á nesi og horfðum á skipin á meðan við borðuðum nestið, döðlur, kex og kökur og drukkum kakómjólk með. Hann sagði mér frá skipunum. Hvert þau væru að fara og hvað þau kæmu með til baka frá útlöndum. Alls konar vörur og kræsingar úr svörtustu Afríku. Það er þar sem krían er á veturna. Svo kemur hún hingað í maí. Það sagði afi. — Það hefur verið heljar mikill kall, hann afi þinn, sagði skáldið og brosti lítið eitt. Ferðu nokkurn tíma í fjörur núna? — Ja, stundum. Ekki oft, sagði drengurinn með semingi. Það vantar eitthvað þegar afi — hann hætti að tala og horfði í augu skáldsins — ferð þú off í fjörur? — O, nei, sagði skáldið. Það er nú orðið langt síðan ég hef gengið fjörur. — Eigum við að koma núna? spurði drengurinn. 48 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.