Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 56
hefðbundnu guðfræði, að nýjum og vaxandi vísindum, ekki síst sífellt rót- tækari kenningum náttúruvísinda og heimspekinga um upphaf lífs og eðli mannsins. Heimsmyndin var skyndilega komin á fleygiferð eftir kyrrstöðu undangenginna alda og að mörgu leyti kristallast vandi trúhneigðra menntamanna í hinni guðfræðilegu rökræðu sem kallar til sín krafta flestra helstu heimspekinga aldarinnar. Heimspekingar upplýsingartímans höfðu áður spurt nýrra spurninga um samband guðs og manns, og m.a. fór á þeim tíma að bera á togstreitu trúar á opinberunina annars vegar og skynseminnar hins vegar, sem varð svo megindeiluefni guðfræðinga á 19. öld.3 Á rómantíska tímanum sem við tók hafði framlag þýska guðfræðingsins Friedrich Schleiermachers (1768-1834) mikil áhrif á alla guðfræðilega um- ræðu. í meginverki sínu, Der christliche Glaube (1821—22), leggur hann áherslu á sjálfstæði trúarinnar í andlegu lífi. I trúnni, sem er æðsta stig mannlegrar tilveru, upplifi maðurinn þann guð sem er allsstaðar að verki í náttúrunni. Schleiermacher talaði líka um ólíka tilfinningu og skynjun hvers og eins á guðdóminum sem væri jafnrétthá. Meðal annars vegna þessa og skrifa sinna um upplifun guðs í náttúrunni varð Schleiermacher eins konar andlegur guðfaðir hinna þýsku rómantísku heimspekinga og kom talsvert við sögu Jena-hópsins í þýskri rómantík.4 Augljóslega ber guðfræði Schleiermachers sterkan keim af algyðistrú (panþeisma), en jafnframt má segja að í því sem snýr að túlkun heilagrar ritningar leggi Schleiermacher minna upp úr mikilvægi upprisunnar og friðþægingarinnar, en þeim mun meira upp úr Kristi. Þjáningar hans á krossinum, dauði og upprisa eru ekki kjarni málsins, að mati Schleiermachers, heldur Kristur sem fyrirmynd í lífi sínu og persónu. Hann hneigist sumsé til þess að skilja og túlka frásagnir Biblíunnar sem táknrænar í stað bókstafstúlkunar. Af þessu leiddi líka að Schleiermacher lagði höfuðáherslu á Nýja testamentið. Með þessum nýju áherslum hafði Schleiermacher gífurleg áhrif og afleiðingarnar urðu geysileg gerjun í allri guðfræðilegri umræðu.5 Áhrifamestur heimspekinga á fyrri hluta 19. aldar var G.W. Friedrich Hegel (1770-1831), þótt áhrif hans hafi fjarað út skjótar en nokkurn sam- tímamanna hans hefði ugglaust órað fyrir, svo mjög sem Hegel var dýrkaður á sinni tíð.6 Andstætt Schleiermacher og rómantískum heimspekingum, sem töluðu urn tilfinningu fyrir guðdómnum, taldi Hegel hið trúarlega birtast í hugsun mannsins. Hegel gengur út frá skynseminni og reisir sitt mikla kenningakerfi um eðli tilverunnar á skynsemi og rökhyggju. Hin umfangs- mikla tilraun Hegels til þess að skýra kristna trú á vitsmunalegan hátt hafði gífurleg áhrif á guðfræðinga og flesta menntamenn á sínum tíma og þeir voru ófáir sem töldu hann hafa leyst vanda guðfræðinnar í eitt skipti fyrir öll.7 54 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.