Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 60
dýrðardæmi Abrahams. Báðir ganga þeir sömu stræti, Kierkegaard bjó við Gamla torg og gekk ávallt sama rúnt á sama tíma og er sagt að Kaupmanna- hafnarbúar hafi stillt klukkur sínar eftir göngutúrum hans. Engar heimildir eru þó um að þeir hafi ræðst við eða átt nokkur samskipti. Enda er sá galli á beinni áhrifakenningu að Jónas les kvæðið upp á Fjölnisfundi 11. febrúar 1843, en bók Kierkegaards kemur ekki út fyrr en 16. október sama ár. Það er líka frægt að Kierkegaard talaði aldrei um efni bóka sinna áður en þær birtust, sérstaklega ekki þeirra sem hann skrifaði undir dulnefni.16 Hér þarf því greinilega að fara aðrar leiðir til þess að leiða rök að því að kvæði Jónasar og bók Kierkegaards séu sprottin af sama meiði; séu hvort tveggja bein viðbrögð við trúfræðilegri umræðu síns tíma. V Það má telja öruggt að mjög fljótlega eftir komuna til Kaupmannahafnar 1832 og við upphaf háskólanáms síns fari Jónas að hugleiða samspil trúar og vísinda, sem var eins og fyrr var nefnt, hið stóra mál þessa tíma. Strax í fyrsta hefti Fjölnis (1835) ritar Jónas sína merkilegu grein, „Um eðli og uppruna jarðarinnar“, þar sem hann reynir að stilla saman kristnar guðs- hugmyndir og nýjustu kenningar og uppgötvanir vísindamanna. Um leið og hann uppfræðir landa sína í alþýðlegum tóni um helstu hugmyndir um sköpun heimsins og hvernig líf á jörðunni þróaðist, þá spyr hann sig, líkt og svo margir menntamenn þessara áratuga, hvernig þetta komi nú heim og saman við frásagnir Biblíunnar. Jónas neitar því að kenningar náttúrufræð- inga um sköpun heimsins hljóti að leiða til guðsafneitunar og fullyrðir að einmitt í öflum náttúrunnar og hennar eilífa lögmáli sjái menn vilja guðs: í hinni fullkomnu skipan mála í náttúrunni birtist viska hans og fullkomleiki. Slík rökfærsla var algeng á þessum tíma, og prýðilegt dæmi hennar má sjá í niðurlagi greinarinnar þar sem Jónas ræðir um þyngdarlögmálið: „Tökum sem dæmi þyngdina. í fyrstunni kemur hún oss fyrir sjónir eins og almennt lögmál fyrir hlutina hér á jörðu; við nákvæmari ígrundun sjá menn að hún er aðdráttarkraftur allra skapaðra hluta sín á milli; ennfremur að hún er sá aflfjötur sem tengir saman alheiminn og loksins birtist hún oss sem sá guðlegur vilji er viðheldur hnattakerfum heimsins í sínu fagra og undrun- arverða sambandi. Hér höfum við hafið oss smátt og smátt frá einni skoðun til annarrar háleitari og komum þar eins og annars staðar til þeirrar álykt- unar að upphaf allra hluta sé guð.“ (Fjölnir 1. ár, 1835, 111.) öll þessi röksemdafærsla vottar um að Jónas er að glíma við þessa hluti og reynir eftir fremsta megni að halda guði inni í sinni heimsmynd, eins og 58 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.