Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 62
þeirra sem tekið hafa saman Augsborgarjátninguna, og hinar aðrar játninga- bækurnar, hvort sem þær eru samkvæmar Nýja Testamentinu eða ekki. Af þessum eru nú margir í Danmörku og oddviti þeirra er meistari Lindberg. Sömu trúar og hann mun þessi Múller vera, að minnsta kosti í höfuðefninu. Þessum mönnum hættir við að kalla þá alla skynsemistrúendur, sem ein- hvers staðar þykjast finna að játningar þær, er við eftir laganna boðum eigum að trúa, séu ekki með öllu Nýja Testamentinu samkvæmar. Það er vonandi það hafi verið þessháttar skynsemistrúendur, en ekki hinir fyrri, sem höf- undurinn hefir fúndið marga af á íslandi.“ (Fjölnir 1. ár, 1835,43-44 nms.) Hér er hreyft málum sem eru mikilvæg fyrir túlkun Grátittlingsins. Þrátt fyrir íróníu, sem ber greinileg merki Jónasar og Konráðs, leynir sér ekki samúð þeirra með því sem kalla má síðari tegund skynsemistrúenda, þ.e. þeim sem „einhver staðar þykjast finna, að játningar þær er við eftir laganna boðum eigum að trúa, séu ekki með öllu Nýja Testamentinu samkvæmar.“ Að sama skapi eru þeir gagnrýnir á hina fyrri tegund; þá skynsemistrúar- menn sem „sem telja skynsemina einhlíta í trúarefnum“ og taka hana framyfir guðlega opinberun. Þótt hér verði að hafa nokkurn fyrirvara um rétta notkun hugtaka og hún sé nokkuð á reiki, þá fer tæplega milli mála að hér er skírskotað til upplýsingaguðfræðinnar, enda segja Jónas og Konráð að þessi skynsemistrú hafi verið almenn í upphafi aldar, en síðan hafi fjarað undan henni enda voru rómantíkerar miklu hefðbundnari trúmenn. Hjalti Hugason segir um upplýsingarguðfræðina: „Grundvallarsjónarmiðið var, að samræmi væri milli opinberunar og skynsemi, sem og að íyrrnefnda viðmið- unin yrði að standast prófún hinnar síðarnefndu.“17 Hann segir jafnframt að þessa megi sjá stað í skrifum Magnúsar Stephensens. Hér mætti líka kalla til Magnús frater, sem er líklega besta dæmið um skynsemistrúarmann, sem reyndar síðar kastaði trúnni nær alfarið. En Jónas og Konráð taka sér stöðu mitt á milli, því andstæðingar „skyn- seminnar" fá líka orð í eyra. Þeir kirkjunnar menn sem „bönnuðu mönnum öldungis að neyta skynseminnar í trúarefnum" eru gagnrýndir og sem fulltrúi þeirra er nefndur „meistari Lindberg", Jakob Christian Lindberg (1797-1857), sem var lagsbróðir Grundtvigs og hélt á tímabili uppi harðri gagnrýni á vissa guðfræðinga sem hann sakaði um „rationalisma“, þ.e. skynsemistrú. Lindberg og Grundtvig vísuðu gjarnan til þess að hin postul- lega trúarjátning væri eldri en Nýja testamentið og varðveitti því hina réttu trú. Jónas tekur mjög skýrt afstöðu gegn slíkum málflutningi og því sjónar- miði að ekki megi beita skynseminni í trúarefnum. Hann hneigist augljóslega að þeim kristindómi sem honum finnst best birtast í Nýja testamentinu.18 Kvæðið um Grátittlinginn er ljóðræn útfærsla á nákvæmlega þessum sömu hugleiðingum um samband Gamla og Nýja testamentisins og hinn 60 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.