Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 78
þjóðarinnar. Kannski eru Halldór Laxness og Knut Hamsun síðustu þjóð- skáld Norðurlanda, í þeim skilningi að öll íslenska og norska þjóðin lét sig varða skáldskap þeirra. Þetta hlutverk er nú úr sögunni, ekki vegna þess að seinni tíma höfundar séu svo miklu lakari en þessir menn voru, heldur vegna þess að bókmenntirnar hafa ekki sama rými lengur í hugarfari þjóða. Hlut- verk þjóðskáldsins tilheyrir nítjándu öldinni, þessum tíma þegar félagsfræði, sálfræði og fjölmiðlun eru á frumstæðu byrjunarstigi, en skáldskapurinn lykill alls sjálfsskilnings. í Noregi var það nánast opinber titill að vera „digterhovding", og margt bendir til þess að það hafí verið Hamsun um megn að gegna þessu hlutverki; það hafí aukið bæði mikilmennskubrjálæði hans og óöryggi. Hérlendis var hægt að halda þessari stöðu lengur, og enginn hefur gegnt henni betur en Halldór Laxness — kannski er hann síðasta þjóðskáld Evrópu. Það er mikil kúnst að vekja samúð með Bjarti, jafn fráhrindandi og hann er í mörgum gerðum sínum. Það tekst af því hann er gagnstætt ísaki orðsins maður, maður skáldskaparins og hinna góðu tilsvara. Og hann er líka þrátt fyrir allt hetja, einsog Vésteinn Ólason hefur bent á, í þeirri merkingu sem Halldór lagði sjálfúr í orðið: Hann getur „horfst í augu við þýngstu reynslu og algeran ósigur í lífi sínu, bregður sér hvorki við sár né bana, einsog sagt er á máli Brennunjálssögu; í því er falinn manndómur hans og verðskuld- an.“21 Og svo elskar hann þrátt fyrir allt eina manneskju, stjúpdóttur sína Ástu Sóllilju. Ástarsaga þeirra er ótrúlega vel sögð; hún er lágvært stef í annars háværri hljómkviðu verksins, allt annars konar en ástin sem Ásta Sóllilja á með áfengissjúkum og berklaveikum kennaranum, og verður til þess að Bjartur rekur hana að heiman í einum átakanlegasta kafla sögunnar. Saga Bjarts og Ástu er sögð með fínlegum bendingum og nær hámarki þegar Bjartur slítur sig frá henni í kaupstaðarferðinni. Hallberg hefúr sýnt fram á að Halldór lagði mikla vinnu í að endurbæta þessa sögu ffá uppkastinu. Myndin af andartaks hamingju þeirra í lokin er, líkt og dæmisaga Hamsuns um naglann, mynd af augnabliks vellíðan andspænis dauðanum, en ólíkt því sem er hjá Hamsun byggist hún á samhljómi tveggja, á því að sigrast á einsemd- inni. Hér birtist okkur ólík lífssýn þessara höfunda. Það er enginn vafí á því að Halldór glímir við Hamsun í persónusköpuninni, einsog fyrrnefnd líkindi bera vott um. Sjálfstætt fólk hafði í fyrstu útgáfu undirtitilinn „hetjusaga", sem auðvitað er að hluta til írónískt. Halldór var að skrifa Don Kíkóta sveitasælusagnanna, líkt og riddarinn sjónumhryggi er 76 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.