Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 82
ekki sósíalískur realismi, heldur von um að skáldskapurinn geti í senn hafist yfir jarðlífið í fegurð sinni, og verið hluti þess með samlíðun sinni. Söngur og fuglar eru algengustu táknmyndir skáldskaparins hjá Halldóri. Hamsun gerir sér engar slíkar vonir um hlutverk skáldskaparins; heiðar- búinn getur auðveldlega án hans verið einsog áður sagði. Sjálfur vildi Hamsun helst láta kalla sig bónda sem skrifaði bækur öðru hverju, þótt auðvitað hafi þetta verið öfugt (um það leyti sem Hamsun lauk við Gróður jarðar gafst hann endanlega upp á búskap sínum í Norður-Noregi). Með áherslunni á mannúðlegt hlutverk skáldskaparins var Halldór að koma orðum að þeim viðbrögðum sem Konerne ved vandposten vakti, þ. e. að orða andúð sína á því sem honum þótti mannfyrirlitning í skáldskap. Sjálfstætt fólk er harmleikur í fimm þáttum, og lýkur hverjum þætti með því að Bjartur missir eitthvað, einsog bent hefur verið á af þeim sem um verkið hafa skrifað. í lok fyrsta hluta er það Rósa, eftir annan hluta hefur hann misst búféð sitt, við lok þriðja hluta hrekur hann frá sér Ástu Sóllilju, í lok fjórða hluta hefur hann svo misst jörðina. Þar verða hvörf sögunnar, þegar Bjartur borðar þjófstolna brauðið. Sögulok sýna okkur svo Ástu dauðvona í örmum föður síns, og kallast á við Útilegumanninn og harmleik Shakespeares, þar sem Lér konungur heldur á Kordelíu dóttur sinni deyjandi. Hér er kannski kominn mikilvægasti skilsmunur þessara verka. Þegar öllu er á botninn hvolft er Gróður jarðar komedía, þar sem góður endir sýnir uppskeru ísaks landnámsmanns.25 Hamsun og Halldór Laxness semja báðir verk um mann sem heldur til óbyggða, út úr siðmenningunni. Hamsun er svartsýnis- maður í þjóðfélagslegum efnum, og skrifar gamanleik um efnið; Halldór er á þessum tíma bjartsýnn ffamfarasinni, og skrifar harmleik um sama efni, því landnám án annarra, líf án samkenndar, átti enga von í hans augum. Hamsun var alla tíð afar tortrygginn á nútímamenningu; á borgarlíf, mennt- un, kvenfrelsi, kaupskap og blaðamennsku. í stuðningi hans á gamals aldri við Adolf Hitler er einhver þjóðfélagsleg uppgjöf, kaldhæðni sem nálgast mannfyrirlitningu. En gleymum því ekki sem fyrr var sagt að Hamsun var nítjándu aldar maður. Sú öld leið endanlega undir lok með fyrri heimsstyrj- öldinni, harmleik sem staðfesti grundsemdir Hamsuns um valtan grundvöll siðmenningarinnar. I ljósi hennar skrifar hann Gróður jarðar, gamanleikinn um manninn sem yfirgefur siðmenninguna. 80 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.