Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 92
Til þess að menningarbylgja rísi, eins og ég tel að gerst hafi í Þingeyjarsýslu á síðasta ijórðungi 19. aldar, þarf ákveðið samspil félagslegra og efnahags- legra aðstæðna á aðra hlið, en á hina hliðina einstaklinga gædda gáfum, hæfileikum, hugsjónum og hugrekki til að raungera drauminn um fyrir- heitna landið þar sem réttlæti ríkir og sannleikurinn og fegurðin búa. Með öðrum orðum það þurfa að vera uppi réttir einstaklingar á réttum tíma. Þó að Benedikt skynjaði sig oft í hlutverki hrópandans í eyðimörkinni og teldi sig jafnvel fá lítinn hljómgrunn hjá nánustu samherjum sínum stóð hann síður en svo einn á örfoka landi. Einn þáttur til skýringar á því undri, sem þingeyska félags- og menningarbylgjan var ómótmælanlega, er sá merkilegi ferningur forystumanna, sem Þingeyingar áttu á síðasta áratugi 19. aldar. Hér á ég við vinahópinn Benedikt á Auðnum, Jón í Múla, Pétur á Gautlöndum og Sigurð í Ystafelli. Þó að þessir menn væru ólíkir og greindi stundum á um mikilvæg atriði bjuggu þeir allir yfir þeim gáfum viturra stjórnmálamanna að láta ekki ágreining um smærri mál sundra einingu sinni um það sem þeir töldu mestu varða. Saman mynduðu þeir merkilegt fereyki þingeyskrar félagsmálafor- ystu. Mér finnst ég þekkja þessa menn töluvert vel eftir að hafa lesið ótölulegan fjölda bréfa, sem fóru þeirra á mhli, auk ritgerða þeirra í blöðum og tíma- ritum. Það var engin tilviljun að Pétur á Gautlöndum varð foringi þeirra. Bæði var hann fæddur með silfurskeið í munni, sonur héraðshöfðingja og þing- skörungs, og svo var hann gæddur miklu af gáfum allra hinna. Ef einhver þeirra skaraði fram úr öðrum á tilteknu sviði þá fýlgdi Pétur honum þar fast eftir og það sem mestu varðaði: Hann var flekklausasti drengurinn í hópn- um. Hvergi í þeim dyngjum bréfa, sem ég hef lesið eftir Pétur á Gautlöndum, fer hann með róg eða bakmælgi um nokkurn mann, en það áttu hinir allir til. Pétur virðist hafa verið svo mikill af sjálfum sér að hann þorði að treysta öðrum mönnum. Við snögga skoðun sýnist mér að Jón í Múla hafi verið mesti sjarmörinn í hópnum, mestur listamaður hins talaða orðs, marglyndur skapbrigðamað- ur. Sigurður í Ystafelli virðist mér hafa verið farsælasti dugnaðarmaðurinn, glaður og hlýr húmanisti sem ekki gafst upp eða fór í fýlu þó að á honum brotnuðu boðar mótlætis. Benedikt var hins vegar ótvírætt mesti hugsuður- inn í hópnum, skipuleggjandinn og rithöfundurinn. Hann heyjaði þeim nýjar hugmyndir með útvegun og lestri erlendra rita um heimspeki og félagskenningar auk skáldskapar. Hann færði hugsjónir þeirra og drauma um nýtt og betra samfélag öðrum fremur í orðsins búning. 90 TMM 1996:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.