Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 94
Það voru hugsjónir samvinnu og sósíalisma — í einu orði hugsjón mann- legrar samábyrgðar — sem breytti okkar heimshluta til þess lífsumhverfis sem við lifum í á okkar tímum. Og sú breyting varð ekki átakalaust. Hún kostaði margra áratuga baráttu á mörgum vígstöðvum. Baráttu við selstöðuöflin. Baráttu við faktora Oruma og Úlfa, við Bogesena þessa lands og allra landa. í einu orði baráttu við afturhaldið í heiminum. Baráttu við mannhatrið og bölsýnina sem telur að manneskjan sé breysk og ill í eðli sínu og þess ómegnug að breyta lífi sínu til hins betra. Benedikt kallaði sjálfan sig eitt sinn ginningarfífl vonarinnar. Hann neit- aði að trúa því að manninum væru ákvörðuð örlög af æðri máttarvöldum. Hann trúði því að með skynsamlegri skipan mannlegs samfélags mætti búa öllum skilyrði til nokkurrar hamingju. Hann taldi umbótamenn og skoð- anabræður sína þekkjast á því að þeir væru bjartsýnir mannvinir. Það að hefja baráttu fyrir betri og fegurri heimi krefst líka sannarlega bjartsýni og mannelsku. í Tímarit kaupfélaganna 1896 samdi Benedikt greinina „Skipu- lag“ sem hann í bréfi til Jakobs Hálfdanarsonar kallaði trúarjátningu sína. í þessari grein segir Benedikt: Og ef vér nú sjáum og sannfærumst um, að skipulagið, félagslífið, er rót og undirstaða allrar siðmenningar, allra framfara, allrar siðferðislegrar lífsnautnar og gleði, allrar auðlegðar, andlegrar og líkamlegrar, þá hljótum vér einnig að sjá og sannfærast um, að það er hið sjálfsagðasta, brýnasta og helgasta skylduverk hverrar kyn- slóðar og hvers einstaklings að bæta, fegra og fiillkomna skipulag- ið, félagslífið. [-] En þar sem hver stritar og þrælar einungis fýrir „sig og sína“, en hirðir ekkert um heildina, þar er í rauninni ekkert mannfélag, þar sveltur hinn fátæki og auðmaðurinn líður skort; þar er auðurinn ekki þess verður að afla hans, þar traðkar, saurgar og glatar skipu- lagsleysið hverju fögru, góðu og siðferðislegu, sem einstaklingarnir orka að framleiða, og allt lífið verður fúlt og kalt. Það er köld og kærleikslaus kenning, að með því einungis að bjástra að sínu og sinna vinni maðurinn mest gagn. Sú kenning er ekkert annað en dularklædd sjálfselska, blind eigingirni, sem flestir játa að sé niðurdrep framfara og hinn versti óvinur kristilegs bróðuranda. Það er þessi kenning, sem sundrar öllu skipulagi og aftrar mönnum frá að nálgast hver annan með velvild, hluttekn- ingu og tiltrú, en það er aðalskilyrðið fýrir siðferðislega fögru félagslífi. [-] Það, sem vér nú getum gert og eigum að gera, er að koma frjálsu félagslegu skipulagi á það, er landslög og stjórn lætur sldpulags- laust og háð er reglulausri samkeppni einstaklinganna. 92 TMM 1996:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.