Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 99
frelsisþrána. Síst af öllu hann, með alla sína hæfileika. Hann var töfra- maður þegar orð voru annars vegar, þú veist það vel. Manstu eftir öllum litlu ljóðunum, sem hann orti til þín? Þau hrifu þig, var það ekki? Veslings Anna Hathaway, aumingja gamla konan! Ég vorkenni þér, litla og lotna kona. Eins og þú hafir ekki lifað næga smán, þótt þú þurfir ekki að þvo larfana af annarra börnum núna. Og hvar eru þín eigin börn? Sonur þinn Filipus er alræmdur í bænum; járnsmiðurinn sem drekkur of mikið á kvöldin, lemur börnin sín og formælir móður sinni. Og hinn sonurinn, sonur ykkar, taktu eftir því, ykkar beggja, hann Hamnet litli. Blessuð sé minning hans. Manstu hve þú grést, þegar plágan hreif hann á brott? Óréttlæti þessa heims. Hann, svo fríður og hvers manns hugljúfi, numinn burtu í blóma æskunnar, bara ellefu ára gamall. Gráttu ekki, Anna, tárin fá ekki fært hann til lífsins. Júdit er sú eina sem hefur verið þér góð; hún hugsar þó um þig. Hin stelpugálan, hún Súsanna, hún er á bandi föður síns og gætir eigna hans hér í Stratford. Hún giftist líka þessum læknisuppskafningi í trássi við vilja þinn. Manstu hví þú lagðist gegn ráðahagnum? Manstu það ekki? Jú, auðvitað, slíku gleymir enginn svo auðveldlega. Af því að sá orðrómur var á kreiki að hann væri af gyðinglegum uppruna. Já, Gyðingur! Það var meiri vanvirða en þú hefðir nokkurn tíma þolað. Bölvaðir séu allir Gyðingar! Þessi landlausi lýður, þessi réttdræpi skríll, sem er sekur um píslir lausnarans — já, signdu þig, Anna, signdu þig. Aurapúkar og morðingjar, óalandi og óferjandi... Vertu róleg, Anna, vertu róleg. Þetta fólk er ekki orsök smánar þinnar og skammar. Það er eiginmaðurinn sem yfirgaf þig svo ungur; sá sem ætlaði sér að sigra heiminn og gerði það. Og hann vogaði sér að snúa hingað heim til Stratford aftur, hnarreistur á gæðingi sínum, með fína svarta kápu á herðum. Frægasti sonur þorpsins, kóngsins maður, sonur Jóns gamla Shakespeares. Og nú situr hann yfir á Nýjasetri og grúfir sig yfir lögsóknir, reiðubúinn til að græða hvar sem færi gefst. Skildingur hér og skildingur þar. Sá þykir mér borubrattur að snúa aftur heim eftir allt sem hann gerði þér. Þú ættir þó að fá að sitja við borð hans. Nei, Anna, horfðu á hina hliðina. Hann er orðinn feitur og hálf- sköllóttur, og illar tungur herma að hann sé að tærast upp af sárasótt. Hann er rótin að öllu þínu böli. Hann hljópst á brott og skildi þig eftir smáða, athlægi allra kvenna í Stratford: Anna hin yfirgefna, Anna hin eina, Anna sem hélst ekki á neinum karlmanni. Já, þær hæddu þig og TMM 1996:3 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.