Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 100
þótt þær reyndu að fara dult með það komst þú ekki hjá því að veita
því eftirtekt, þar sem þú staulaðist hús úr húsi með krógana þrjá í
eftirdragi og safnaðir þvotti, sem þú barst niður að ánni. Eiginmað-
urinn flúinn! Láttu sem þú sjáir það ekki, Anna, við hlustum ekki á
hvísl þeirra, pukur og bendingar. Þú vissir vel að heimurinn var
leiksvið hans og því varð hann að fara. Varð að fara! Ekki nema það
þó! Hvaða rétt hafði hann til að yfírgefa þig, eina með fjögur börn?
Menn greina bergnumdir frá dvöl hans við hirðina, en enginn minnist
á þig. Hvaða refilstigu hefur mannkynssagan orðið að þræða til að
sneiða fram hjá þér, hnípna gamla kona? Hvers vegna greinir enginn
frá því hvernig þvottabrettið varð leiksvið þitt?
Veslings Anna Hathaway, margt verður þú að þola! Hvers vegna
varstu ekki laus við hann fyrir fullt og allt, þegar hann fór burtu í fyrsta
sinn? Orðrómur breiddist út ffá Lundúnum alla leið hingað til Strat-
ford að brotthlaupni eiginmaðurinn þinn væri í tygjum við alræmdan
leikritahöfund, sem liti karlmenn hýrara auga en kvenfólk. Og nú
hæddu þær þig upp í opið geðið á þér. Anna karlafæla, sem gat ekki
gagnast eiginmanni sínum betur en svo að hann sneri sér að eigin kyni.
Það er Iygi, það er lygi! æptir þú. Eða ... gerðir þú það ekki? í huga
þínum læddist að þér efi. Getur það verið? Er mögulegt að hann hafi
farið höndum um litlu unglingspiltana, sem voru látnir leika stúlkur
í leikritum hans?
Hann er snúinn heim, ríkur og frægur. Hér keppast allir við að róma
hann og dásama, en innst inni fyrirlíta hann allir. Aurapúkinn, pen-
ingasálin, með alla fingur úti eftir aukaskildingi. Það er stutt stökk úr
bókmenntum í bókhaldið. Hérna segja allir að hann sé sjálfur fyrir-
mynd hins fégíruga Sjælokks. Og konan hans þvær í ánni meðan hann
liggur á gulli sínu.
Anna Hathaway, veslings visna kona! Ég færi þér meðaumkun mína
og ákalla himnana til vitnis um það ranglæti, sem þú hefur mátt sæta.
Hvað rak hann eiginlega í upphafi á brott frá þér? Ævintýraþráin?
Aldur þinn? Eða var það eitthvað sem liggur dulið í ættarnafni þínu?
Hvað sem það var, þá get ég ekki fundið honum neina réttlætingu.
Þess vegna vil ég snúa hjóli tímans og breyta sögunni á þann hátt að
hann hafi aldrei hlaupist í burtu frá þér, aldrei yfirgefið Stratford,
aldrei skrifað nein leikrit, en lifað við hlið þér fábrotnu og hamingju-
sömu lífi allt sitt æviskeið.
98
TMM 1996:3