Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 101
Milan Kundera
Fantatök listmálarans
1
Michel Archimbaud, sem áformar að gefa út málverkabók með manna-
myndum og sjálfsmyndum eftir Francis Bacon, hafði samband við mig dag
nokkurn og bað mig að skrifa formála að bókinni. Hann fullvissaði mig um
að þetta hefði verið ósk Bacons sjálfs. Hann minnti mig á að ég hefði á sínum
tíma skrifað dálítinn greinarstúf í tímaritið L’Arc og sagði að Bacon hefði
talið hann einn þeirra örfáu texta þar sem hann kannaðist við sjálfan sig. Ég
neita því ekki að ég var djúpt snortinn af þessum skilaboðum sem bárust
mér eftir mörg ár frá listamanni sem ég hitti aldrei, en hefur ætíð verið mér
einkar hjartfólginn.
Textann í L’Arc (sem síðar varð kveikan að einum hluta bókar minnar,
Bókin um hlátur oggleymsku), sem fjallaði um þrennu portretta af Henriettu
Moraes, skrifaði ég skömmu eftir að ég fluttist úr landi, um 1977, en þá var
hugur minn mjög bundinn við landið sem ég hafði nýlega yfirgefið og ég
minntist einkum sem lands yfirheyrslu og eftirlits. Hér kemur textinn:
2
„Þetta var árið 1972. Ég átti stefnumót við unga stúlku í úthverfi Prag, í íbúð
sem við höfðum fengið að láni. Tveimur dögum áður hafði hún lent ídaglangri
yfirheyrslu þar sem lögreglan vildifá að vita allt utn mig. Nú vildi hún hitta
mig á laun (hún var hrœdd um að sér vceri stöðugt veitt eftirför) til að segja mér
hvaða spurningar hefðu verið lagðarfyrir hana og hverju hún hefði svarað. Ef
svofœri að égyrði tekinn til yfirheyslu yrðu svör mín að vera samhljóða svörum
hennar.
Þetta var kornung stúlka og ekki enn orðin veraldarvön. Yfirheyrslan hafði
komið henni úrjafnvœgi og undangengnaþrjá daga hafði hún verið svo hrædd
að maginn á henni var stöðugt í hnút. Hún var náföl og meðan við rœddum
saman var hún sífellt að skreppa fram á klósett—þannig aðfundur okkarfór
fram við stöðugan undirleik vatnsins sem var að renna ofan í klósettkassann.
TMM 1996:3
99