Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 110
hátt og ég heyri hann þegar ég horfi á myndir Bacons, Persóna hjá skál frá
1976 eða Þrenningunaím 1973. Unga stúlkan frá Prag átti ekki lengur í höggi
við lögregluna heldur eigin iður, og ef einhver ósýnileg hönd hefur lagt drög
að þessum hryllilega atburði var það hvorki lögreglan, kerfiskarl né böðull,
heldur hefur það verið Guð, eða Andguð, grimmur Gnostikkaguð, Verald-
arsmiður, Skapari, sá sem hafði lokað okkur til frambúðar í gildrunni, þessu
„slysi“ líkamans sem hann hnoðaði saman í smiðju sinni og við neyðumst
til að ljá sál okkar um stundarsakir.
Bacon var oft að laumast til að kíkja inn í þessa vinnustofu Skaparans; það
sést til dæmis á málverkunum sem hann nefnir Athuganir á mannslíkam-
anum þar sem hann afhjúpar mannslíkamann sem rétt og slétt „slys“, slys
þar sem útkoman hefði allt eins getað orðið gerólík, til dæmis hvað skal segja,
með þrjár hendur eða með augun á hnjánum. Þetta eru einu málverkin eftir
hann sem fylla mig hryllingi. En er „hryllingur" rétta orðið? Nei. Það er ekki
til neitt rétt orð yfir þá tilfinningu sem þessi málverk kveikja með manni.
Það sem þau kveikja er ekki sá hryllingur sem við þekkjum, sá sem orsakast
af vitfirringu mannkynssögunnar, pyntingum, styrjöldum, fjöldamorðum,
þjáningum. Nei. Þarna er um annars konar hrylling að ræða: hann stafar af
því að málarinn afhjúpar skyndilega að mannslíkaminn er í eðli sínu slys.
Hvað er effir þegar maður er kominn svona djúpt?
Andlitið;
andlitið sem geymir „jjársjóðinn, gullmolann, falda demantinn“, óendan-
lega brothætta „sjálfið“ sem flöktir í líkamanum;
andlitið sem ég rýni í í leit að ástæðu fyrir því að lifa því „merkingarlausa
slysi“ sem lífið er.
Friðrik Rafnsson þýddi
Greinþessi erformáli að bók sem kom út í París íjúnís.l. sem nefnist
Francis Bacon, portraits et autopotraits og inniheldur 150 eftir-
prentanir af verkum Bacons. Michel Archimbaud, sem nefndur er í
greininni, stóð aðgerð bókarinnar, en útgefandinn erLes Belles Lettres.
Greinin er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Hall-
dóri B. Runólfssyni listfrœðingi erufœrðar bestu þakkir fyrir að lesa
þýðinguna yfir
108
TMM 1996:3