Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 114
kanna er líklegt að við gripum ekki til smekks, enda hefðum við enga
viðmiðun, og yrðum hrifin af eða leið á uppfinningunni. Geðhrif okkar færu
að mestu eítir því hvort við erum með eða á móti kaffidrykkju. í því tilviki
réðu hugmyndir okkar um notagildi, en notagildi einhvers er sjaldan tengt
æðri fegurð. Fegurðin hefur ekkert gildi annað en eigið gildi. Ef við værum
kaffidrykkjumenn mundum við þurfa á einu könnunni að halda, hún væri
til gagns eða gagnslaus.
í flestum atriðum lífsins virðumst við ekki taka fagurfræðilega afstöðu til
eins eða neins, þó við séum öll fagurfræðingar eða njótendur unaðar og
fegurðar frá morgni til kvölds; á nóttinni líka, því draumarnir eru ekki
framrás geðflækja í sálinni heldur fagurfræðilegt viðhorf sem skynjunin
hefur. Þegar við göngum fram hjá húsum erum við ekki sífellt, þótt fagur-
kerar séum, að brjóta heilann um fegurð þeirra, flest eru venjuleg, það hendir
ekki nema ef við sjáum einstaklega fagurt hús að við hugsum: „Þetta er
fallegt" en öfugt um hið ljóta. Fagurfræði ljótleikans er miklu margbrotnari
en fagurfræði fegurðarinnar, og ljótleikinn fagri er miklu algengari en hinn,
eða réttara sagt „það sem er fallega ljótt“ í fari manns og í verkum hans. Hinn
fagri ljótleiki er algengastur í listsköpun, og hann er þar af vilja gerður. Ekkert
listaverk er fullkomlega fagurt.
Það er ekki fyrir tilviljun að þessi tegund af vafasamri fegurð skuli vera
upphafin af listamönnum. Hún er ákveðin stílfærsla og þörf fyrir að breyta
hlutunum, hún er uppreisn og nauðsyn til þess að hægt verði að sundra einu
í margt, enda veit listamaðurinn að innan ljótleikans ríkir formgnótt, meiri
en hjá fegurðinni sem hættir til að vera einhæf og þrúgandi. Þess vegna er
sagt að eitthvað sé „ógeðslega fagurt“ ef einhæfnin er úr hófi fram; hið
„ógeðslega" slær á hana og vekur dulúð, ólík viðbrögð og form.
Þótt einhver tegund af upphafningu á ljótleika hafi tíðkast frá fyrstu tíð í
listum — t.d. með þeim hætti að hver nýr hlutur frá hendi hugvitsmannsins
virkar að minnsta kosti framandi á aðra og er því á vissan hátt ljótur í augum
þeirra en fær tækifæri til að verða talinn fagur með tímanum og við nánari
kynni — hóf hún ekki markvissa innreið í hugarheim, formgerð og menn-
ingu okkar fyrr en með iðnbyltingunni. Náttúra mótuð af mannahöndum
byrjaði þá að keppa í alvöru við náttúruna sem var fyrir og jörðinni eiginleg.
Menn töldu hana af guði gerða og er hún þess vegna dýrkuð næst honum
sjálfum. Verkið lofar meistarann í þessu sem öðru og hlýtur næstum sama
lof og hann, en ætti það meira skilið, enda gagnlegra. Aðallega hefur borið
á upphafningu á hinu ljóta í fagurfræði okkar eftir lok nítjándu aldar,
einkum á þessari.
Dýrkun á ljótleika hefur tíðum verið tengd framúrstefnum í listum. En
núna, þegar framúrstefnur ffá upphafi aldarinnar hafa verið viðurkenndar
112
TMM 1996:3