Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 121
inn himinn sem hræddi konuna. í sætinu íyrir framan hana sat fremur hirðuleysislega klæddur maður, líkur betlara, því hann var órakaður og fylgdist vandlega með breytingunum sem urðu á himni og í landslaginu. Allt í einu dimmdi með úrhelli, þrumum og eldingum. Farþegarnir reyndu að draga tjöldin betur fyrir svo þeir fengju ekki vatnið yfír sig. Allt í einu baðst tötrakarlinn afsökunar, reis upp, opnaði gluggann og stakk út höfðinu. Þannig stóð hann í erfiðri stellingu og góndi á óveðrið. Fólkinu fannst nóg um og skildi ekki framferðið en afsakaði með því að það væri í samræmi við útganginn á manninum. Þannig góndi hann langa stund en dróst svo inn, rennvotur. Konunni datt í hug að spyrja hvað hann hefði verið að virða fyrir sér, sjálfri þótti henni veðrið og athæfið hryllilegt. Þá svaraði hann: Ég sá dásemdir sem ég hef aldrei áður augum litið. Frúin varð forvitin, stakk höfðinu strax út um gluggann en sá aðeins meiri hrylling. Maðurinn sagði: Glenntu upp augun, þannig sérðu dýrðina. Konan fylgdi ráðum hans og sá meiri ósköp. Þetta var fín frú, unnandi lista og fegurðar. Ári síðar fór hún á málverka- sýningu í London. Þar sá hún kunnuglegt, heillandi málverk en kom myndefninu ekki fyrir sig. Samt varð hún svo hrifin af fegurð og listrænu handbragði að hún ákvað að kaupa og gerði boð fyrir málarann. Þá sá hún manninn sem hún hafði setið andspænis í vagninum. Hvort um sig hafði séð það sama í náttúrunni, hún hrylling en hann ógnvekjandi fegurð; en eftir að óveðrið hafði verið fært í listrænan búning urðu þau sammála um fagurfræðilegt gildi þess á striganum. Hvar var fegurðin í þessu tilviki, í náttúrunni, konunni eða í hæfileikum Turners, í augum hans eða hennar eða einungis í þeim þætti af fegurðarskyni hans sem hann gat breytt í efni með aðstoð lita og tóla? Byggðist hún á stíl eða var þetta hverfull smekkur? Hann var ekki svo hverfull að við kunnum að meta verk Turners enn í dag, en kannski er smekkurinn ekki okkar eigin heldur höfum við lært að meta eða þykjumst meta málverk hans af því þau eru hluti af listasögunni. Hvert sem svarið kann að vera er auðsætt af dæminu að málarinn hefur sótt innblástur til algengra fyrirbrigða í náttúrunni; ekki til heimahaganna. Hann hefur líklega hrifíst af sérkennilegum, ógnvekjandi ljósaleik elding- anna og af þrumunum vegna þess að í lund hans hafa verið svipaðir þættir og í veðrinu. Þegar hann málaði hefur hann sameinað minningar úr vagn- inum, og hver veit nema konan hafi hrifist af málverkinu úr því að fyrir- brigðið, veðrið, grófst djúpt í skynjun hennar. Strangt tekið hefur hún kannski ekki hrifist af listinni heldur af eigin skynjunum, eða hún hefur hrifist af viðhorfum Turners til náttúrunnar og því hvernig hann breytti TMM 1996:3 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.