Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 122
henni. Málverkið var að sjálfsögðu ekki náttúran sjálf, því hvort um sig laut sérstökum lögmálum. Það sem er viðeigandi í náttúrunni er oft óviðeigandi á málverki eða í skáldskaparmáli, listrænt séð. í sögunni skiptir mestu máli að Turner hefur málað hugarsýn fremur en það sem hann sá með berum augum. Hann sagði ekki: „Fagurt er óveðrið, blossar og úfin ský og úr póstvagninum mun ég hvergi fara.“ í staðinn fór hann og skapaði óhlut- bundna og algilda, listræna náttúru. Þá vaknar spurning um hvað fegurðin kunni að vera. Hún er svo mikilvæg að ég verð að nefna jarðneskara dæmi en um listmálara. Ég veit ekki hvort allir hafa orðið fýrir eftirfarandi reynslu, en dæmið má ekki einskorða við atburðinn, heldur á það að fjalla um fagurfræðilega reynslu í víðri merkingu. Við skulum gera okkur í hugarlund að Jói hafi farið á dansleik, ekki í sérstökum tilgangi. Þetta var á laugardegi og ekkert við að vera heima, annað en sjónvarpið og bækur sem hann nennti ekki að lesa. Honum fannst efnið vera ljótt og leiðinlegt. Þetta er piltur sem sækir í fjör og að fá sér í glas. Nú er hann á dansleiknum og skammt frá borðinu kemur hann auga á stúlku. Honum líst ekki vel á hana í fyrstu, vegna þess að hún er ekkert lík mömmu hans. Hann fær sér í glas. Þegar hann er kominn niður í hálft annað tekur hann eftir að honum líst betur á stúlkuna. Hún fer að líkjast mömmu hans og föðursystur. Á henni hefur hann haff dálæti, hún gaf honum gotterí þegar hann var krakki, en núna gefur hún honum aukatæki við tölvuna. Um þetta er Jói að hugsa þangað til hann veit að hann hefur aldrei séð fegurri stúlku og segir henni það. Hún dregur ekki í efa þann fagurgala og fer með honum heim upp á ekkert annað, enda er slíkt samkvæmt siðfræði og fegurðarskyni beggja að ef einhver hrósar öðrum eða fái maður hrós er sjálfsagt að halda upp á það með rúmferð. Þau hugsa ekkert um afleiðing- arnar. Þegar Jói vaknar næsta morgun sér hann sér til skelfmgar að við hlið hans sefur með snörl í nefi kerling sem hann hryllir við, eins og hann hefði lagst með föðursystur sinni. Hann skilur ekkert í þessum misskilningi. Nývakn- aður ákveður smekkvísi hans að konan sé herfa og hann vekur hana til þess eins að reka hana á dyr. Konan vaknar og fellst ekki á nýtt fegurðarskyn Jóa. Hún minnir hann á það að fyrir nokkrum klukkustundum hafi hann sagt að hún væri fegursta stúlka í heimi og hún hafi hvorki getað elst né orðið ljót á jafn skömmum tíma. Jói álítur að hann sé laus allra mála, vegna þess að hann var drukkinn og vissi hvorki hvað hann sagði né gerði eða sá. Nú harmar konan að hún skuli ekki eiga orð hans og heitstrengingar á segul- bandi, til að sanna að hún hafi rétt fyrir sér, og íhugar hvort sé orðið of seint að kæra hann fyrir nauðgun, hún geti þá hefnt sín og haft að minnsta kosti eitthvað upp úr mótsögnunum í smekk Jóa, hún eigi það skilið orðin næstum 120 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.