Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 124
Einar Bragi
„Sagan segir líka“
„Sagan segir“
í Tímariti Máls og menningar (1.96, bls 106) segir í grein eftir Þorgeir
Þorgeirson:
„1 þriðja bindi Eskju eftir Einar Braga, segir frá því, að Guðmundur
Jóhannesson kaupmaður (1887-1961) hafi fyrstur manna hafið
kvikmyndasýningar á Eskifirði árið 1922. Þar er þess hins vegar
ekki getið, að tveim árum seinna festi Guðmundur kaup á kvik-
myndatökuvél, sem hann fékk Sveini Guðmundssyni myndasmið
í hendur til þess að taka á kvikmyndir af atvinnulífi staðarins og
fleiru“.
Sveinn myndasmiður var Guðnason. Þorgeir vitnar þarna í texta undir mynd
af Guðmundi Jóhannessyni og fjölskyldu hans. í Eskjunum er ýmislegt
umfram það sem getið er í myndatextum, þar á meðal þetta: „Upp úr 1920
tók Guðmundur Jóhannesson kaupmaður að sýna kvikmyndir í samkomu-
sal framan við íbúðarhús sitt. Akureyringar tveir höfðu reyndar sýnt hér
kvikmyndir um páskaleytið 1908, en þetta var fyrsta kvikmyndahúsið á
Eskifirði. Guðmundur hélt uppi föstum bíósýningum, uns hann fluttist burt
af staðnum. Hann keypti sér einnig kvikmyndatökuvél, og hefur varðveist
dálítill filmustúfur sem tekinn var á hana (um 1923?)“.
Þorgeir heldur áfram:
„Til er í Kvilunyndasafni Islands 3ja sekúndna myndskeið, sem
Sveinn Guðmundsson tók árið 1924 úti á fiskreitum.
Búturinn sýnir vinnuldæddar reitastúlkur flýja í ofvæni undir
stórt breiði. Sagan segir, að þær vildu ekki láta festa sig á kvikmynd
í vinnugallanum. Sagan segir líka, að myndasmiðnum hafi verið
gert það ljóst með ótvíræðum hætti, að vildi hann hafa vinnu af
því ffamvegis að ljósmynda Eskfirðinga í sparifötunum yrði hann
að láta af þeim sið að læðast að þeim í vinnutímanum með
kvikmyndavélina.
Þessar þrjár sekúndur frá sumrinu 1924 eru því einu cinéma
vérité upptökurnar, sem til eru af vinnandi fólki á Eskifirði, allt þar
122
TMM 1996:3