Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 134
III
Hér í upphafi gat ég þess að Ágústína
hefði í bókunum skapað sinn eigin per-
sónulega skáldskaparheim, markaðan
endurteknum tilfinningum, stefjum,
mótífum og myndum. Ég hef þegar tal-
að um grunntilfinningar verksins og nú
síðast bent á vatnsmyndmálið sem eitt
af leiðarsteþunum. Slík stef eru fleiri,
þau hljóma í öllum bókunum þremur,
en mishátt. Þannig hefur hver bók, og
hver kafli innan bókar, sín grunnstef. Ég
ætla að stikla hér á helstu stefjunum.
Að baki mánans skiptist í þrjá kafla:
„Flæði“, „Blóðbrigði" og „Flugskugga".
Eins og fram hefur komið er náttúru-
myndmál ríkjandi og er vatnið það
frumefni sem ríkir í „Flæði“ og erótíkin
er það stef sem hæst hljómar. Miðkafl-
inn „Blóðbrigði" geymir fjölbreytt ljóð
en þó er hér á einn eða annan hátt ort
um söknuð og trega, aðskilnað og tap-
aða ást. Mörg ljóðanna hafa yfir sér
þunglyndislegan blæ, svik og vá liggja í
loftinu, líkt og kaflaheitið bendir til.
Þegar þessi kafli er skoðaður í samhengi
við hinn fyrri læðist að lesandanum
grunur um að sú forboðna ást sem ort
var um í „Flæði“ hafi brugðist og af því
hljótist sá tregi sem hér er lýst. Harmur
sá sem ljóðin lýsa er sem: Syndagjöld þess
I sem leggur í ferð / án fyrirheits / um
nœturbyrgil á stolnuml skóm (Abm, 50).
Sársauki ljóðmælanda kemur fram í
mörgum ljóðanna og lýst er sjálfsmynd
sembeðiðhefurhnekki: Þarnaer/hungr-
að dýrið I scertH bergmáluð I sjálfsmynd
II efafull / og einmana /I umbrotastund
(Abm, 35) En þótt vonbrigði, sársauki
og tregi séu þeir tónar sem hljóma
sterkast í þessum kafla ber hann einnig
í sér von um endurnýjun lífdaga hinnar
töpuðu ástar: Tárin koma alltafaftur/ en
þú? (Abm, 36); fyndi ég þig ífjöru / tryði
ég á kraftaverk en I trúin er veik / sem von
/ hins horfna manns (Abm, 52); Tón-
brigði ástarinnar / eru þín I/ þegar þú
kemur (Abm, 63). Og Ijóðmælandinn
vill allt til vinna til að endurheimta sælu
sína:
Legg hönd
djörf
í gin úlfsins
eða bregð mér
í flugulíki
verði slíkt til þess
ég fái
(Abm,38)
I síðasta kafla bókarinnar, „Flugskugg-
um“, er frumefhið loft ríkjandi og í anda
fyrirsagnarinnar er myndmál flugs ráð-
andi; í þessum ljóðum mætum við fiðr-
ildum og fuglum jafht sem fljúgandi
stund (Abm, 79) og líkama á skáldlegu
flugi (Abm, 75). Það er þetta vængjaða
myndmál sem er stef þessa hluta.
Snjóbirta skiptist í tvo kafla: „Rökk-
urblá tré“ og „Stakt tré“. Aftur er vísað
til elskendanna sem voru saman: engan
grunar/að við séum þessi / rökkurbláu tré
I sem leiðast hönd í hönd (Sn, 25); Frá
rótum streyma/ um stofn oglimar/ bylgj-
ur ástríðna I úr brunni launhelganna
(Sn, 27). En í bókarlok er ljóðmæland-
inn orðinn stakt tré / illa rætt og vanhirt
(Sn, 75). Tréð er gegnum gangandi tákn
elskendanna í bókinni, en einnig hljóma
stef kunnugleg frá fyrstu bók. Þannig er
upphafsljóð bókarinnar bein vísun í
fyrstu bók:
Vænti syngjandi vatns
og dvel við
hillingar
breytist skuggi sands
í haf?
ég er eyðimörk
þurr á manninn
og hverfúl
(Sn,9)
132
TMM 1996:3