Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 135
Sérlega skemmtileg er síðasta hendingin sem lýsir ljóðmælanda sem þurri eyði- mörk sem hið syngjandi vatn (ástin) og hafið (elskhuginn) hefuryfirgefið. Ljóð- ið „Strengur“ vísar einnig beint til ljóðs- ins „Nánd“ úr fyrstu bókinni. Sjáum þau saman: NÁND STRENGUR Höfuð hans Sama höfuð fjallaloft hárið sömu hendurnar hárið andvari sami vængjaþytur andvari hendurnar og fjallaloftið vængjaþytur úr hörpu minni hann horfinn lauk upp strengur vörum mínum tunga hans strengur í hörpu minni (Sn, 16) (Abm, 9) Þannig krossvísanir eru margar í bókun- um og styrkja byggingu þess heims sem skáldkonan smíðar sér úr orðum og þrá. Eins og áður er sagt hefur Sónata nokkra sérstöðu í bókaþrennunni því hún inniheldur mestmegnis stutt prósa- verk. Bókin deilist í þrjá nafhlausa hluta. Sónata er heiti á tónverki sem oftast er samið fyrir einleikshljóðfæri og hefur ákveðna kaflaskiptingu. Með nafhgift bókarinnar og byggingu hennar ítrekar Ágústa hér enn að ljóðmælandi er ekki lengur hljóðfæri sem hljómar í dúett, heldur er nú spilað einleiksverk. Mynd- mál tónlistar er eitt af leiðarstefjum sem finna má í öllum bókunum, eins og sjá má í nokkrum tilvitnunum hér að fram- an og skipar að sjálfsögðu veglegan sess í Sónötu. Ýmist er ljóðmælandinn hljóðfæri sem elskhuginn spilar á, eða öllu heldur spilar ekki á lengur, eða til- finningum er lýst sem tónbrigðum og hljómum. f titli eins lítils ljóðs verður samruni ljóðmælanda og höfundar al- gjör því ljóðið nefhist „Sónantína“: til vitnis um minningar handan sagnaturnsins um hvítar arkir ástarinnar (Só, 22) í Sónötu er texti Ágústínu ekki eins meitlaður og í fýrri bókunum tveimur. Þetta skýrist fyrst og fremt af því að hér er hún að mestu leyti að fást við annað bókmenntaform, þ.e. örsöguna. Skáld- skaparhæfileikar höfundar njóta sín til fullnustu í þessum sögum. Þær eru margar hverjar afar snjallar og geisla af frumlegri hugsun og skemmtilegu myndmáli. Gegnum gangandi mótíf er upphaf sem hljómar: Þegar ég var... eða Þegarþað var... sem vísar til minninga og slær tón eftirsjár sem er stundum tregafullur en stundum léttur. Annað sem einkennir sögurnar er hvernig höf- undur notar óvænt sjónarhorn í text- anum. Til að gefa nokkra hugmynd um sjónarhornin má taka eftirfarandi upphafssetningar: Þegar ég var dagbókin þín naut ég að eiga með þér leyndar- mál... (Só, 20). Þegar hún var kafloðin kónguló . . . (Só, 59). Þegar ég var ófrjóvguð fruma . . . (Só, 60). f þessum sögum er sjónarhornið út í gegn dag- bókarinnar, frumunnar og kóngulóar- innar og í gegnum þær er á snjallan hátt sögð saga af konunni og sambandi hennar við karlmanninn. IV Mikið hefur verið ritað og rifist um kven- og karlleg einkenni á skáldskap. TMM 1996:3 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.