Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 136
Út í þau fræði ætla ég ekki að fara hér, en
stenst ekki mátið að fjalla stuttlega um
nokkur ljóða Ágústínu sem tengast
reynslu sem enginn getur borið á móti
að sé líkamleg einkareynsla kvenna, þ.e.
reynsla sem tengist frjógvun eggs, með-
göngu og fæðingu barns. Ljóð sem
tengjast þessu eru í öllum bókunum
þremur. Vel mætti skipa þeim saman í
flokk og sýnir það enn og affur inn-
byrðis textatengsl bókanna. Að baki
mánans geymir tvö þessara ljóða,
„Tæknisonur“ og „f skuggsjá“. f Snjó-
birtu er ljóðið „Ómur“. Og í Sónötu er
örsagan „Fruma“. f „Frumu“ segir
„sögumaðurinn“, þ.e. ff uman, okkur frá
því er hún frjóvgaðist í konunni eftir
villtan ástarleik hennar með frjósama
karlmenninu, sem hún elskaði. Frjóvg-
unin reyndist óvelkomin og í sögulok
liggur konan sorgmœdd á sœngur-
kvennadeild sjúkrahúss. Þessi kuldalegu
sögulok frumunnar kallast á við hin
ljóðin sem ég hef nefnt hér, því í engu
þeirra fær náttúran ráðið gang mála.
Tvö ljóðanna, „Tæknisonur" og
„Ómur“ lýsa glasafrjóvgun: f því fýrr-
nefnda er lýst á smeflinn hátt glasagetn-
aði, augnagœlur í smásjá I vakið líf /
vísindaafrek, sem endar með glerheim-
þrá:l útvilégl barnglasanna(Abm,33).
í Ijóðinu „Ómur“ segir: Svo þig langar I
að ala barn? II Tœkniguðinn / mun vitja
þín / og vísdómsandi / koma yfir þig
(Sn, 45). Og síðasta hendingin er biblíu-
tilvísun með hrollköldum snúningi: Og
hún ól son sinn I glasgetinn I Óm Krist.
Ljóðið „f skuggsjá" segir af ófæddum
börnum sem hika við fœðingarvegi
(Abm, 81).
Þegar á allt er litið eru þessi ljóð
kannski ekki svo mörkuð kvenlegri
reynslu, eins og ég hélt fram hér fyrr. Því
segja má að Ágústína hafi fært hina lík-
amlegu reynslu kvenna út (útfært hana
í skáldskap og fært hana út úr móðurlífi)
og þannig gert hana allra. Sameiginlegt
með öllum þessum ljóðum er sú tilfinn-
ing að framin hafi verið einhver spjöll á
náttúrunni og kannski er það tilfmning-
in sem býr í djúpgerð þessara þriggja
bóka: Að örlög þau sem eru undirliggj-
andi flestum ljóðunum og sögunum, að
elskendurnir náðu ekki saman (þeim
var ekki skapað nema skilja), séu í eðli
sínu náttúruspjöll.
V
Af framansögðu má vera ljóst að þessar
þrjár bækur Ágústínu Jónsdóttur eru
afar persónulegar. Stærstur hluti ljóð-
anna er byggður á einkalegri reynslu af
tilfmningum sem fæstir kjósa að deila
með fjöldanum. Listræn úrvinnsla slíkr-
ar reynslu er vandasöm; um leið og hún
krefst mikils hugrekkis og einlægni af
höfundi verður hún að geta vísað út fyrir
sig og öðlast almenna skírskotun þannig
að lesendur geti samsamað sig yrkisefn-
inu. Það er út frá þessu atriði sem gleggst
kemur í ljós hversu gott skáld Ágústína
Jónsdóttir er. I öllum bókunum sýnir
hún góð tök á ljóðmáli, frumleika og
sjálfstæði í myndmálssköpun, um leið
og skáldskapur hennar hefur ótvírætt
almenna skírskotun. Það kemur þó
stöku sinnum fyrir í fyrstu bókinni að
stíll Ágústínu verði helst til stikkorða-
kenndur þannig að erfitt er að lesa á
milli línanna þá merkingu sem ljóðinu
er ætlað að miðla. Þetta gæti orsakast af
því að ljóðin eru byggð á djúpri tilfinn-
ingahlaðinni reynslu sem í eðli sínu er
leyndarmál tveggja. T.S. Eliot sagði ein-
hvern tíma að ljóð væru fráleitt tjáning
tilfinninga; þau væru þvert á móti flótti
frá tilfinningum. Þessi orð geta átt við
hér því ljóst er að Ágústína er að ein-
hverju leyti að yrkja sig frá þeim tilfinn-
ingum sem ljóðin lýsa. En hitt er víst að
það er sjaldgæft að sjá í verkum nýskálda
134
TMM 1996:3