Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 136
Út í þau fræði ætla ég ekki að fara hér, en stenst ekki mátið að fjalla stuttlega um nokkur ljóða Ágústínu sem tengast reynslu sem enginn getur borið á móti að sé líkamleg einkareynsla kvenna, þ.e. reynsla sem tengist frjógvun eggs, með- göngu og fæðingu barns. Ljóð sem tengjast þessu eru í öllum bókunum þremur. Vel mætti skipa þeim saman í flokk og sýnir það enn og affur inn- byrðis textatengsl bókanna. Að baki mánans geymir tvö þessara ljóða, „Tæknisonur“ og „f skuggsjá“. f Snjó- birtu er ljóðið „Ómur“. Og í Sónötu er örsagan „Fruma“. f „Frumu“ segir „sögumaðurinn“, þ.e. ff uman, okkur frá því er hún frjóvgaðist í konunni eftir villtan ástarleik hennar með frjósama karlmenninu, sem hún elskaði. Frjóvg- unin reyndist óvelkomin og í sögulok liggur konan sorgmœdd á sœngur- kvennadeild sjúkrahúss. Þessi kuldalegu sögulok frumunnar kallast á við hin ljóðin sem ég hef nefnt hér, því í engu þeirra fær náttúran ráðið gang mála. Tvö ljóðanna, „Tæknisonur" og „Ómur“ lýsa glasafrjóvgun: f því fýrr- nefnda er lýst á smeflinn hátt glasagetn- aði, augnagœlur í smásjá I vakið líf / vísindaafrek, sem endar með glerheim- þrá:l útvilégl barnglasanna(Abm,33). í Ijóðinu „Ómur“ segir: Svo þig langar I að ala barn? II Tœkniguðinn / mun vitja þín / og vísdómsandi / koma yfir þig (Sn, 45). Og síðasta hendingin er biblíu- tilvísun með hrollköldum snúningi: Og hún ól son sinn I glasgetinn I Óm Krist. Ljóðið „f skuggsjá" segir af ófæddum börnum sem hika við fœðingarvegi (Abm, 81). Þegar á allt er litið eru þessi ljóð kannski ekki svo mörkuð kvenlegri reynslu, eins og ég hélt fram hér fyrr. Því segja má að Ágústína hafi fært hina lík- amlegu reynslu kvenna út (útfært hana í skáldskap og fært hana út úr móðurlífi) og þannig gert hana allra. Sameiginlegt með öllum þessum ljóðum er sú tilfinn- ing að framin hafi verið einhver spjöll á náttúrunni og kannski er það tilfmning- in sem býr í djúpgerð þessara þriggja bóka: Að örlög þau sem eru undirliggj- andi flestum ljóðunum og sögunum, að elskendurnir náðu ekki saman (þeim var ekki skapað nema skilja), séu í eðli sínu náttúruspjöll. V Af framansögðu má vera ljóst að þessar þrjár bækur Ágústínu Jónsdóttur eru afar persónulegar. Stærstur hluti ljóð- anna er byggður á einkalegri reynslu af tilfmningum sem fæstir kjósa að deila með fjöldanum. Listræn úrvinnsla slíkr- ar reynslu er vandasöm; um leið og hún krefst mikils hugrekkis og einlægni af höfundi verður hún að geta vísað út fyrir sig og öðlast almenna skírskotun þannig að lesendur geti samsamað sig yrkisefn- inu. Það er út frá þessu atriði sem gleggst kemur í ljós hversu gott skáld Ágústína Jónsdóttir er. I öllum bókunum sýnir hún góð tök á ljóðmáli, frumleika og sjálfstæði í myndmálssköpun, um leið og skáldskapur hennar hefur ótvírætt almenna skírskotun. Það kemur þó stöku sinnum fyrir í fyrstu bókinni að stíll Ágústínu verði helst til stikkorða- kenndur þannig að erfitt er að lesa á milli línanna þá merkingu sem ljóðinu er ætlað að miðla. Þetta gæti orsakast af því að ljóðin eru byggð á djúpri tilfinn- ingahlaðinni reynslu sem í eðli sínu er leyndarmál tveggja. T.S. Eliot sagði ein- hvern tíma að ljóð væru fráleitt tjáning tilfinninga; þau væru þvert á móti flótti frá tilfinningum. Þessi orð geta átt við hér því ljóst er að Ágústína er að ein- hverju leyti að yrkja sig frá þeim tilfinn- ingum sem ljóðin lýsa. En hitt er víst að það er sjaldgæft að sjá í verkum nýskálda 134 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.