Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 15
Þorsteinn Gylfason
Mjólkurfélag heilagra
Ræða við afhendingu stílverðlauna Þórbergs Þórðarsonar
á afmælisdegi hans 12ta marz 1999
I. Stíll og samrœða
Mikið af góðum stíl held ég að kvikni einkanlega af fjörugri samræðu, og þar
með af góðum félagsskap. Að minnsta kosti stafar drjúgur slatti af vondum
stíl af því að skrifandi manni gleymist að hann á að vera að tala við fólk. Nú
langar mig til að minnast lítillega eins félagsskapar sem Þórbergur Þórðar-
son naut á þeim árum þegar stíll hans varð fyrst til. Það vill svo til að ég
kynntist ýmsu fólki úr þeim félagsskap býsna vel. Hann hét Mjólkurfélag
heilagra, Spítalastíg 7.
II. Félagið
Á Spítalastíg 7 bjuggu Hallbjörn Halldórsson prentari og kona hans Kristín
Guðmundardóttir. Kristín var einn af mínum nánustu og skemmtilegustu
vinum síðustu fimmtán árin sem hún lifði. Hún lézt í hárri elli sumarið 1976.
Upp úr 1920 töldust einkum til Mjólkurfélags heilagra, auk Hallbjarnar
og Kristínar, Þórbergur, Stefán frá Hvítadal, Halldór Kiljan, Guðmundur
Hagalín, Sigurður Jónasson, lögfræðingur, alþýðuforingi, guðspekingur og
auðkýfmgur, og Vilmundur Jónsson læknir ef hann var staddur í bænum, en
hann bjó þá á ísafirði. Halldór Kiljan hefur sagt lauslega frá ýmsu háttalagi
félagsmanna í minningargrein um Kristínu.1 Þar nefnir hann að Kristín hafi
jafnan kallað Þórberg „meistarann" eins og síðar varð alsiða, en Sigurð Jón-
asson „brúðgumann“, vegna þess hvílíkur vonbiðill yfirnáttúrlegrar vizku og
sælu hann var.
Ég get borið um að ekkert lát var á hinum himneska brúðguma, frekar en á
Kristínu, til hinzta dags. En Sigurður var líka veraldarmaður. Um skeið var
Hallbjörn ritstjóri Alþýðublaðsins, og Sigurður borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins. Þegar Sigurður kom að finna ritstjórann mátti hann una því að
kjaftfor ungur prentari úr Vestmannaeyjum, sem þótti fjármálamaðurinn
TMM 1999:2
www.mm.is
13