Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 31
MINNISVARÐl PÚSHKÍNS
Hann segir ekki að minnisvarði sinn endist betur en eirstyttur heldur að
hann sé „nerúkotvornij“ - „ekki af höndum gjörður.“ Þessi einkunn týnist
því miður í þýðingunni, þar er talað um bautastein „glæstan, fríðan,“ en með
orðinu nerúkotvornij, er minnisvarðinn og þá skáldskapurinn sjálfur tengd-
ur við helga dóma, þekkta helgimynd austurkirkjunnarSpas nerúkotvorníj
(Frelsarinn sem ekki er með höndum gjörður). Og Púshkín segir skáldskap
sinn ekki rísa hærra en pýramíða heldur „ Abcanders miklu blökk“ - og er þar
átt við mikla steinsúlu sem reist var í Pétursborg sem minnismerki yfir Alex-
ander fyrsta. Um leið nær skáldið sér með lævísum hætti niður á keisara
þessum sem á sínum tíma hafði haldið honum í útlegð frá höfuðborgum
Rússlands og menntalífi í sex ár.16
Mín verður minnst, segir skáldið, meðan munað er nokkurt skáld - og
virðist þá ganga enn lengra í eilífðarkröfunni en bæði Hóras, sem ætlaði sér
nafh meðan Róm fýlgdi fornum siðum sínum, eða þá Derzhavín sem taldi
sér frægð vísa svo lengi sem heimurinn bæri virðingu fyrir „ætt slava“ -
þ.e.a.s. Rússum. Og geta menn þá spurt: er þetta ekki oflæti? Hvaðan kemur
skáldinu þörf fýrir svo sterka sjálfshafningu?
Stoltur spádómur kvæðisins um eilífð Púshkíns er ekki síst svar við
gagnrýni, árásum og eigin efasemdum. Púshkín hafði kornungur náð frægð
og vinsældum, en frá því hann er um þrítugt finnst mörgum sem farið sé að
halla undan fæti hjá honum. Hann orti mun minna en áður, um þrjátíu
kvæði á ári rétt fyrir 1830 en eftir það 3-8 ljóð árlega. Fáir vissu að sumt af því
merkasta sem hann setti saman fékkst ekki birt né heldur það, að Púshkín
sjálfur var í alvöru farinn af efast um ljóðlist - bæði sína eigin og annarra.
Hann segir í grein sem hann skrifar um gagnrýni á verk sín að hann sé búinn
að glata því sem mest heilli lesendur: æsku og nýjabrumi17. Honum finnst
einnig að ljóð hafi glatað áhrifamætti sínum bæði vegna þess að of mikið er
ort —„allir hættu að hlusta á ljóð eftir að allir fóru að yrkja“ - og svo vegna
þess að „rússneskan er of fátækleg af rími.“( P. VII, 298) Skáldið grunar að
ljóðlistin sé farin að ganga hugsunarlaust fýrir eigin tækni, rímorðin elta
hvert annað af gömlum vana. Púshkín kvartar t.d. yfir því að „ást“ kalli sífellt
á „þjást“ ( á rússnesku krovj-ljúbovj: blóð og ást) hundrað og tuttugu árum
áður en íslensk atómskáld gera slíkt hið sama! Og Púshkín er farinn að leita
fyrir sér í óbundnu máli, hann bindur von sína við prósann sem „krefst hugs-
unar og aftur hugsunar." Um það bil sem hann lýkur við ljóðasöguna Jev-
geníj Onegín tekur hann til við óbundið mál: Sögur Bélkins (1830),
Spaðadrottninguna (1833) og Dóttur höfuðsmannsins (1835)18.
Að utan sóttu að skáldinu óánægja og vonbrigði sem einnig tóku til
ýmissa ágætra vina hans. Mörgum þótti sem hinn óstýriláti Púshkín hefði
sett ofan við að njóta - að því er virtist - velvildar hirðarinnar, að „kerfið
TMM 1999:2
www.mm.is
29