Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 71
ERNEST HEMINGWAY
arleðjuna og beit á jaxlinn þegar kvalirnar í fótunum voru að yfirbuga hann.
En raunum hans var ekki lokið.
Hrópin í ítalanum höfðu vakið eftirtekt fjandmannanna. Tvö austurrísk
leitarljós fundu sjúkraliðann með sína særðu byrði. Hann féll á grúfu í leðj-
una og ítalinn hætti að veina. Hann var orðinn blýþungur og hreyfingarlaus.
Hemingway reis upp á hnén og fann þá fyrst að hann var búinn að missa aðra
hnéskelina. Allt hringsnerist fyrir augunum á honum og hann var að yfirliði
kominn, en nú tók hann á öllu sem hann átti eftir, brölti á fætur og axlaði
ítalann.
Enn fundu leitarljós Austurríkismanna hann, en þeir gerðu hlé á skothríð-
inni, kannski vegna aðdáunar á ofúrmannlegri hugprýði sjúkraliðans sem
drattaðist áfram með máttlausa byrðina. Síðan hófst vélbyssukothríðin á
nýjaleik, fýrst ein byssa, síðan hver af annarri. Kúlurnar þustu alltíkringum
þá. Hemingway sveigði til hliðar og komst um sinn undan leiftrandi geislum
leitarljósanna. Annar ökklinn var sundurskotinn og lét undan svo hann var
að falli kominn, en gat varist því og öslaði áfram. Austurrísku vélbyssurnar
linntu ekki látum. Kúla þaut hjá vanga Heimingways, aðrar léku um fætur
hans, en það var engu líkara en lífið hefði bundið við hann órofa tryggð. Það
hefur sennilega tekið hann fullan hálftíma að komast 150 metra til ítölsku
víglínunnar.
Um leið og ítölsku hermennirnir tóku á móti honum og komu honum í
skjól þvarr honum allur máttur í fótunum, enda voru þeir í bókstaflegum
skilningi fullir af blýi. Hann var fluttur í neðanjarðarbyrgi ásamt félaga sín-
um, sem reyndist vera látinn þegar til kom, hafði sennilega gefið upp öndina
þegar hann hætti að veina.
Strax og Hemingway kom á spítalann hófúst læknarnir handa um að ná
burt málmflísunum 237 í fótleggjum hans. Sumar þeirra reyndist ekki unnt
að fjarlægja, og fóru þær með honum í gröfina. í stað hnéskeljar fékk hann
málmþynnu, og ítalska stjórnin sæmdi hann tveimur heiðursmerkjum:
Croce de Guerra og Medaglia d’Argento al Valore Militare, og var það síðar-
nefnda næstæðsta heiðursmerki ítala fyrir hreystilega framgöngu í hernaði.
Atvik sem þetta hefði sennilega dregið úr löngun venjulegra manna í
meira af sama tagi, en um Hemingway gegndi öðru máli. Honum hafði stigið
hetjuljóminn til höfuðs. Örlög hans voru ráðin. Fréttaritarastarfið hafði
magnað með honum löngun til að gerast rithöfundur, en þrekraunirnar
höfðu eflt með honum vilja til að lifa karlmannlega, í stöðugu návígi við
dauðann.
TMM 1999:2
www.mm.is
69