Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 54
JÓN ÓSKAR oft á götunum í kring, og hann hafði einhvern taugakvilla sem olli því að það komu ósjálfráðir kippir í andlit honum, og því var ekki hægt annað en taka eftir honum. En nú voru kippirnir svo miklir í andliti hans að ég hafði aldrei séð þá slíka fyrr. Ég ætlaði að fara að bíta í vínarbrauðið, en ég hætti við það. Hversvegna í andskotanum var maðurinn með þessa krampadrætti í andlitinu? Ekki var hann að deyja. Skyndilega gat ég ekki ráðið við það sem ég gerði. Ég stóð upp og gekk til hans. Ég hallaði mér yfir hann og sagði: Hversvegna ertu með þessa kippi í andlitinu? Ha? sagði hann, einsog hann hefði ekki heyrt. Hann rétti úr sér í sæt- inu. Þau ert með svo mikla kippi í andlitinu, sagði ég ofurlítið hærra, en reyndi um leið að stilla mig. Ég get ekki gert að því, sagði hann og það hljóp roði fram í kinnar hans. En hvernig stendur á þessum kippum? sagði ég og reyndi að vera vingjarnlegur í rómnum. Ég fékk einhvern sjúkdóm, þegar ég var drengur, sagði hann. Mamma vissi aldrei hvaða sjúkdómur það var. Það var eitthvað sem ekki var hægt að lækna. Söguleg þróun, sagði ég, því ég vissi ekki hvað ég var að segja. Ha? sagði maðurinn og starði á mig. Það verður hægt að lækna það eftir byltinguna, sagði ég. Hann horfði á mig skilningsvana. Ég gekk aftur að borðinu mínu, en ég gat ekki verið þarna lengur. Ég saup einn sopa af kaffinu, stóð síðan upp frá ósnertu vínarbrauði og gekk út, og um leið og ég gekk út sagði ég við sjálfan mig: Mamma sagði að ég væri sterkur. Og um leið og ég gekk út sá ég föður minn deyja og ég sá myndirnar úr fangabúðunum og ég sá ungu stúlkuna sem hafði verið okkur, mér og föður mínum, samferða í lyftunni, eða réttara sagt, ég sá fótleggi hennar, og nú reyndi ég ekki að bægja mynd- inni frá mér, heldur kallaði ég hana beinlínis fram og naut hennar, þótt ég hefði að vísu um leið nokkra sektarkennd, en ég fann ekkert annað sem gæti forðað mér frá að hafa fyrir augum dauða og grimmd eða krabbamein eða ókennilega sjúkdóma - krabbamein í holdi, krabba- mein í mannlegu félagi - fann ekkert annað sem gæti fengið mig til að 52 www.mm.is TMM 1999:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.