Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 149

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 149
RITDÓMAR Þormóð sagnaritara Torfason. Frá ferð- um Árna um ísland þau árin sem hann vann að Jarðabókinni er sagt í ýtrustu smáatriðum og fylgja nokkur kort með svo lesendur geti fylgst með flakkinu. Það eru jafnvel veðurkort yfir norður- slóðir haustið 1712 og snemma árs 1713, þegar Árni brá sér milli landa. Fjölbreytt- ar upplýsingar eru um fjármál hans og heimilishald í Kaupmannahöfn eftir að hann kvæntist Mettu, og fá lesendur t.d. að vita að f 8. október 1725 borgaði hann fjóra dali fyrir ýmsan munað, þar á með- al hálft pund af bönkuðu byggi, hálft pund af rúsínum, hálft pund af hrís- grjónum, þrjú pund af perlugrjónum, hálft pund af sveskjum, múskat, kanil og kardimommur (bls. 327). Einnig er upp- dráttur af híbýlunum þar sem þau hjón- in komu sér fyrir eftir brunann mikla. Svo eru að sjálfsögðu miklar upplýsingar um það, hvar, hvenær og með hvaða hætti hann eignaðist hin ýmsu handrit, og er öðru hverju skotið inn rammaklausum með listum yfir handrit sem hann fékk ffá ákveðnum mönnum eða á einhverjum ákveðnum tíma (sbr. bls. 168,200,272 og 301). Fyrir þessa iðju sína á höfundur þakkir skilið. En þessi vinnubrögð hafa því miður sína ranghverfu. Það er nefnilega hætta á því að lesandinn fari að óska þess, þegar hann er kominn nokkuð á leið gegnum bókina, að höfúndur hefði lyft sér dálítið upp úr seðlunum, - að hann hefði látið af því að rýna gegnum einhverja sögulega smásjá á einstök smáatriði en reynt í staðinn að skoða hlutina úr nokkurri fjarlægð og velta fýrir sér heildarsam- hengi. Og við því má búast að þessi til- finning lesandans ágerist eftir því sem lestrinum miðar áffam. Stundum getur smásmyglin vissulega verið skemmtileg og ffóðleg, en oft á tíðum veldur hún því að þráðurinn fer að verða óskýr, ef hann leysist ekki hreinlega upp, og út af fyrir sig verða einstök atriði gjarnan illskiljan- leg. Þannig geta komið harla bagalegir hnökrar á frásögnina. ÞegarÁrni ferðast um ísland í erinda- gerðum konungs til að gera Jarðabókina með meiru, rekur höfúndur ferðir hans úr einum áfangastað í annan og gistingar þar, allt að því dag frá degi. En hér gildir hið fornkveðna: ef sjónarsvið sagnfræð- ingsins spannar einungis klukkustund, getur hann skýrt ffá flutningi symfóníu, en ekki frá samningu symfóníu. Og á daga Árna drífur sitthvað, sem er í annarri bylgjulengd tímans, ef svo má segja.Til þess að bæta úr þessu rýfur höf- undur þessa frásögn og skýtur inn kafla með heildaryfirliti yfir „Bræðratungu- mál“ sem stóðu yfir í mörg ár, ffá 1703 til 1709 og hlýddu sínum eigin rökum. Þarna klingir íslandsklukkan vitanlega baksviðs eins og víðar, enda ver höfund- ur nokkru máli í að velta fyrir sér hvort Árni kunni að hafa haff einhver óviður- kvæmileg mök við Þórdísi (en það er fýr- irmynd Snæfríðar), þótt heita megi augljóst frá byrjun að svo var ekki. En fyrir bragðið verður ffásögnin af erind- rekstri Árna á Islandi harla ruglingsleg á köflum, og bæta tilvísanir fram og aftur lítið úr skák: „Um vorið hófust deilur Árna við Magnús Sigurðsson í Bræðra- tungu (sjá bls. 227-228). f fýlgd Jóns biskups Vídalíns fór Árni frá Skálholti 8. maí til Vestmannaeyja. Daginn áður en þeir komu þangað drukknuðu fjórir menn í róðri og jafn margir komust af...“ (bls. 206). Á hinn bóginn eru málum Jóns Hreggviðssonar gerð harla lítil skil, kannske af því að því að þau hófust löngu áður en Árni kom til íslands með um- boði konungs, en það er engin afsökun. Jón Hreggviðsson er ekki einu sinni kynntur til sögunnar, heldur dettur hann óforvarandis inn á sviðið: „Árið 1682 var Þorsteinn Högnason hýddur fýrir TMM 1999:2 www.mm.is 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.