Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 134
JÓN KARL HELGASON
hygli á að ekkert í þeim gögnum frá nafnanefndinni sem ég styðst við sanni
að gatan hafi verið skírð í höfuðið á Snorra Sturlusyni; þar eru rökin fyrir
nafni Snorrabrautar aðeins þau að til beggja handa séu „hverfi með
fornmannanöfnum“.10 Hann telur fullt eins líklegt að gatan hafi verið skírð í
höfuðið á Snorra goða, sem sé í slagtogi við helstu persónur Njálu og Lax-
dælu. „Mér fannst oft að móður minni væri Laxdæla tamari en rit Reykholts-
bónda“, bætir Einar Már við til staðfestingar (s. 143).
Ég gæti ekki sannað fyrir rétti að Snorrabraut sé helguð minningu Snorra
Sturlusonar. Dómur í þessu máli getur aldrei byggst á öðru en líkum, eða því
sem á ensku nefnist circumstantial evidence. Forsendur fyrir minni túlkun
eru þær að á fyrri hluta aldarinnar fór fram víðtæk starfsemi sem miðaði að
því að auka veg Snorra Sturlusonar í vitund íslensku þjóðarinnar. Rit Sigurð-
ar Nordals um Snorra frá árinu 1920 var mikilvægt framlag til þessarar vakn-
ingar en hana má einnig skoða sem viðnám við aldalangri tilhneigingu
Norðmanna til að eigna sér höfund Heimskringlu. Hámarki náði þessi starf-
semi hér á landi á fimmta áratugnum. Á þeim tíma lauk uppbyggingu
menntaseturs í Reykholti, þar var haldin umdeild afmælishátíð á 700 ára ár-
tíð Snorra 23. september 1941 og sérstakt Snorrafrímerki var gefið út. Einnig
voru lögð drög að því að Snorrastytta norska listamannsins Vigelands yrði
afhjúpuð hér á landi en hún var þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga. Vegna
heimsstyrjaldarinnar tafðist afhjúpun styttunnar til sumarsins 1947 en fór
þá fram sem hluti af viðamikilli Snorrahátíð í Reykholti með þátttöku tig-
inna norskra gesta. Ég vek athygli á flestum þessum viðburðum í bók minni,
aukþess sem ég vitna í grein Kristins E. Andréssonar frá árinu 1941 þar sem
lagt er til að reist verði fjölnota menningarhús í Reykjavík - „heimili ís-
lenzkrar listar og jafnframt hagnýt bygging yfir ýms söfn þjóðarinnar“ - og
nefnt Snorrahöll. Með höllinni vill Kristinn minnast menningarlegra afreka
Snorra Sturlusonar en hún á jafnframt að vera „sýnilegt tákn þess, að íslend-
ingar líta á sig sem sjálfstæða þjóð og gera kröfur til, að aðrar þjóðir geri
svo“.n Af framansögðu er ljóst að persóna Snorra Sturlusonar var mjög til
umræðu meðal Islendinga á fimmta áratugnum - einnig um það leyti sem
Þórunn Elfa var væntanlega að ganga frá skáldsögu sinni til prentunar sum-
arið 1947.
Ef Sigurður Nordal og félagar hans í nafnanefndinni hafa ákveðið að end-
urskíra hluta gömlu Hringbrautar sem Snorrabraut fáeinum mánuðum
síðar til að tryggja Snorra goða Þorgrímssyni viðeigandi sess í borgarlands-
laginu hefur sú ráðstöfun verið úr vissum takti við tímann. Reyndar hafði
nafni goðans, líkt og ótalmörgum öðrum nöfnum úr fornsögunum, brugðið
fyrir á íslenskum skipum á fyrstu áratugum aldarinnar (sbr. Snorri goði RE
141, (1911-1920 og 1925-1944) og Snorri goði VE 138 (1931-1942)), en á
132
www.mm.is
TMM 1999:2