Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 29
MINNISVARÐI PÚSHKÍNS kunni að gjöra alla hluti nýja, hann losaði okkur við þyngsli og tilgerð þess skáldskaparmáls sem rússneskur kveðskapur hafði áður burðast með. Hann skrifaði skáldsögu í ljóðum sem ásamt nokkrum smásögum hans urðu okk- ur fordæmi og upphaf gullaldar í rússneskri skáldsagnagerð. Gogol hélt því fram að Púshkín hefði gefið sér hugmyndir bæði að leikritinu Eftirlitsmað- urinn og skáldsögunni Dauðar sálir. Tolstoj sagði það hafa orðið sér mikil hjálp við að koma sér og lesendum umbúðalaust inn í heim Önnu Karenínu hvernig Púshkín byrjar stutta sögu: „Gestirnir höfðu allir safnast saman í sumarhúsinu.“ Dostojevskíj hélt því ffam í frægri ræðu að án Púshkíns hefði sú fylking merkishöfunda sem á eftir honum fór aldrei orðið til.8 Tilraunir til föðurmorðs eru algengar í bókmenntasögunni eins og menn vita: nýjar kynslóðir reyna að hrista af sér ok genginna snillinga með því að gera lítið úr þeim. En þótt meistarar í ósvífni eins og rússneskir fútúristar vildu „kasta Púshkín og Tolstoj fyrir borð á gufuskipi samtímans,"9 tóku þeir fljótt Púshkín sjálfan í sátt. En snerust þeim mun harkalegar gegn þeim sem vildu fela skáldið snjalla á bak við „sýnisbókaglansinn" (Majakovskíj) eða gera úr því strangan heimiliskennara fyrir illa upp alin ungskáld. „Berjið ekki á mér með Púshkín / ég lem ykkur með honurn" yrkir Marína Tsveta- jeva.10 Bæði hún og Majakovskíj gerðu Púshkín að vopnabróður í baráttu fyrir endurnýjun skáldskapar sem og Boris Pasternak, sem byltingarvetur- inn 1918 finnur sér „á grimmri öld“ athvarf í tilverunni með því að yrkja sjö kvæða bálk um Púshkín, „Þema með tilbrigðum“(Tema s variatsijamij.11 Allar listgreinar vildu eiga Púshkín: Ilja Repín, Kramskoj, Vrúbel og ótal aðrir myndskreyttu útgáfur verka hans eða þáðu af honum efni í málverk og höggmyndir. Öll nafnkennd tónskáld sömdu lög við kvæði hans eða breyttu söguljóðum hans í óperur - þeirra á meðal Tsjajkovskíj (Jevgeníj Onegín, Spaðadrottningin), Mússorgskíj (Boris Godúnov) og Glínka (Rúslan og Ljúdmíla).12 Á sovéttímanum einum voru settir á svið a.m.k. sex balletar sem samdir eru upp úr verkum hans. Og menn vildu ekki aðeins eiga hlut í Púshkín, menn vildu eigna sér hann, skipa honum í lið með sér- hvernig gat öðruvísi farið? Róttækir Rússar vildu helst gera hann að uppreisnarmanni: hann féll í ónáð og útlegð, hann var vinur dekabrista og orti til þeirra. Á sovéttímanum létu Púshkínfræðingar einatt sem þjóðskáldið hefði verið fyrirrennari marxista í skörpum skilningi á bændauppreisnum og hugarfari stétta. Aðrir vildu gera hann að ábyrgum þegn sem þroskast frá bráðlæti og ungæðingshætti til hófsemdar og virðing- ar fyrir nauðsynjamálum ríkisins - eins og lofkvæði hans um afrek Péturs mikla sýndu best. Dostojevskíj sagði að Púshkín væri „eina skáldið í heimin- um sem hefur gáfur til að breyta sér í menn af framandi þjóðerni“ og vildi þar með gera hann að staðfestingu á eigin hugmyndum um að Rússum væri TMM 1999:2 www.mm.is 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.