Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 18
Guðmundur Andri Thorsson Einkavæðing textans Spjall á fundi um íslenskar nútímabókmenntir í mars 1999 Það hefur komið fram að ég hygðist hér ræða nokkuð fræga yrðingu Steins Steinars um að hið hefðbundna ljóðform sé nú loksins dautt og jafnframt fjalla um sögulegar skáldsögur, það loforð mun ég svíkja. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að nota svo fágætt tækifæri til að víkja talinu að annarri bókmenntagrein sem að vísu er ekki jafn rómuð og fræg og skáldsögur og ljóð heldur þvert á móti að sama skapi forsmáð og hrakyrt sem hún er út- breidd og vinsæl. Það eru minningargreinar. Sem að sínu leyti eru nokkurs konar sögulegar skáldsögur - að minnsta kosti íslenskar nútímabókmenntir. Við sjáum daglega í Morgunblaðinu síðustu leifarnar af langri og merkri hefð í íslenskum bókmenntum sem er mannlýsingin: sú viðleitni að texta tilveruna, búa til bókmenntir úr lífi og starfi einstaklinganna, skapa samfellu, einingu og reglu úr öngþveiti daglegs lífs - koma viti í starf okkar hér á land- inu. Sagnaþættirnir sem ritaðir voru á síðustu öld og fram á síðustu ár af ýmsum merkum fræðaþulum hér og þar um landið eru á okkar dögum for- smáðasta bókmenntagrein Islendinga, standa lægst í virðingarstiganum. Þeir eru sú bókmenntagrein þar sem mest alúð hefur verið lögð við mannlýsinguna, allt frá smásmugulegum lýsingum á útliti, látbragði og kækjum, til tilrauna að greina mikilsverð örlög í því sem hent hefur einstak- linginn, það er að segja, fínna einhver altæk sannindi um lögmál mannlífs- ins. Það sem einkennir mannlýsingar sagnaþáttanna er að persónan sem þátturinn er helgaður hverju sinni þróast ekki - hún er gefm; hún hefur ein- kennin x, y, og z og þátturinn er skrifaður til að leiða þau einkenni í ljós. Hér mætist ofurtrú íslenska sagnaritarans á því að mögulegt sé að gera veruleik- anum endanleg skil í rituðu máli og svo á hinn bóginn sú ramma einstak- lingshyggja sem hér liggur í landi og kveður á um að sérhver einstaklingur sé umfram allt einhvern veginn - duglegur, slægur, grandvar, spaugilegur. Að maðurinn leiði sjálfan sig ekki í ljós smám saman með athöfnum sínum heldur miklu fremur draumum sínum, að maðurinn sé ekki það sem hann geri, heldur - eins og Þórarinn Eldjárn orðaði það: að maðurinn sé það sem hann væri. Hin hefðbundna minningargrein á rætur sínar í þessum sagnaþáttum. 16 www.mm.is TMM 1999:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.