Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 35
MINNISVARÐl PÚSHKÍNS
Það „raunsæi“ í bland við óskir um að verða ekki einmana og óvirkur áhorf-
andi að sögu landsins hafa tvennt í för með sér: Púshkín leitar að því í heimi
valdsins sem helst er hægt að hrífast af og reynir að tengja það við óskir um
betri tíð - og þar með við vonir sínar um að Nikulás fyrsti reynist góður keis-
ari.
Þessar hræringar allar koma saman í ffægu kvæði Stansy sem birtist
skömmu eftir að Púshkín var tekinn í sáttl826. Þar hefur skáldið máls á því
að nú horfi hann fram á veginn óttalaust því hann muni að „uppreisnir og af-
tökur slógu myrkri upphaf hinna frækilegu daga Péturs". Með öðrum orð-
um: skáldið leitar sér að tilefni til bjartsýni í sögu Rússlands. Nikulás minnir
á Pétur mikla, báðir hefja feril sinn á því að bæla niður uppreisnir og taka
menn af lífi. En hvað tekur svo við? Þrjú erindi í kvæðinu sem öll eru lof um
Pétur, óþreytandi umbótamann sem gat gengið að hvaða verki sem var og
sneri öllu á betri veg, enda þekkti hann „það hlutverk sem ættjörðinni var
ætlað“. Lýkur svo kvæðinu á því að Nikulási er sagt að líkjast forföður sínum í
öllu - einnig í því að vera ekki langrækinn.
Hér fer margt saman: Nikulás er beðinn um að sýna ekki langrækni - með
öðrum orðum um að náða dekabrista í Síbiríu; skáldið „biður þeim föllnu
vægðar“ eins og segir í Minnisvarðanum og átti effir að gera það oftar. Um
leið hefur skáldið fundið sjálfúm sér og valdsmanni samtímans fýrirmynd
sem flestir Rússar voru hrifnir af hvort sem var: Pétur mikla. Púshkín semur
1828 söguljóðið Poltavaþ ar sem keisarinn frægikemur ekki aðeins fram sem
snjall herstjóri heldur er persónugerður vilji og ætlunarverk mikillar þjóðar.
Og er þar með gerður þrem höfðum hærri en Karl tólfti Svíakonungur, djarf-
ur ævintýramaður í landvinningaleiðangri, og svo Mazeppa, úkraínskur
höfðingi sem situr á svikráðum við Pétur og vill notfæra sér stríð Rússa og
Svía til að losna undan yfirráðum Moskvu. Þegar Púshkín lýsir með svo ein-
dregnum hætti samstöðu með Pétri keisara er hann um leið að láta æ meir
undan freistingum einskonar valdhyggju í bland við þjóðernishyggju. Hér
var ekki aðeins um þá rómantísku þjóðernishyggju að ræða sem leggur rækt
við hið þjóðlega, finnur jákvæðan styrk í því að „við“ höfum okkar sérstöðu í
heiminum, heldur og hina opinberu „ættjarðarást“ stórveldisins sem segir:
okkur Rússum er ætlað mikið forystuhlutverk. Á dögum Péturs - sem og í
samtíðinni.
Þar með kom Púshkín sér í hættulega nálægð við „nauðsyn ríkisins“ - eins
og kom í ljós þegar Pólverjar gerðu uppreisn gegn Rússum 1830-1831 sem
bæld var niður með hervaldi. Þá bárust fregnir um að franskir þingmenn
héldu heitar ræður gegn Rússum og vildu senda her til stuðnings Pólverjum.
Púshkin brást reiður við, eins og sjá má bæði í bréfum og kvæðum, ekki síst
Klevetnikam Rossíi (Til þeirra sem rægja Rússland). Þar segir hann afdráttar-
TMM 1999:2
www.mm.is
33