Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 114
GUY DE MAUPASSANT
Guy de Maupassant er einn af frægustu rithöfundum Frakka, fæddur
árið 1850, dáinn 1893. Maupassant skrifaði einar 25 bækur, þar á
meðal sex langar skáldsögur, þrjár ferðasögur, þrjú leikrit og gaf út
ljóðasafn, en þekktastur er hann fyrir snjallar smásögur sínar og skrif-
aði ekki færri en 300 smásögur sem hafa komið út í mörgum bindum,
einnig ritaði hann fjölda blaðagreina. Þetta voru ótrúleg afköst á
stuttum rithöfundarferli, sem spannaði aðeins rúmlega 10 ár. Nokkur
ritverka Maupassants hafa verið þýdd á íslensku. Flestar
smásögurnar,sem hafa komið út á íslensku, hefur dr. Eiríkur Alberts-
son þýtt.
Smásagan Tveir vinir gerist í fransk-þýska stríðinu 1870- 1871,
þegar Prússar réðust inn í Frakkland, hernámu m.a. Normandí og
sátu um París. Umsátur Prússa um París var frá 19.september 1870 og
til loka stríðsins 29. janúar 1871. Umsátrið var algjört og engir að-
drættir til borgarinnar. Fólk svalt heilu hungri og lagði sér til munns
dýr úr dýragörðum borgarinnar, hunda og ketti og jafnvel rottur eins
og vikið er að í sögunni. Sagan Tveir vinir lýsir mikilli grimmd og
miskunnarleysi styrjalda og ffansk-þýska stríðsins, sem Maupassant,
rúmlega tvítugur að aldri, tók þátt í. Stríðið hafði mikil áhrif á hann
og um 20 smásögur Maupassants fjalla um stríðið og líf fólksins í
Normandí á dögum styrjaldarinnar. Þessar sögur eru meðal bestu og
frægustu smásagna hans, hér má nefna sögurnar Tveir vinir, Ungfrú
Fífi og Fitubolla (Boule de suif).
Sagan Tveir vinir gerist í nágrenni Parísarborgar. Sögusviðið er
niður með Signu, norðvestur af París, skammt vestur af Varnarbog-
anum mikla (La Défense), sem er í beinu framhaldi af hinum glæsi-
legu breiðgötum, sem eru kenndar við Charles De Gaulle, Stórherinn
(La Grande Armée) og Champs Elysée.sem er næst miðborginni.
Hverfið í kringum Varnarbogann fékk einmitt nafn eftir hetjulega
vörn Parísarbúa á þessum slóðum í fransk-þýska stríðinu haustið
1870. Nanterre, sem nefnd er í sögunni, er rétt fyrir vestan Varnarbog-
ann og þar er þekktur háskóli.
Maupassant stundaði á yngri árum róðra á Signu og átti bát, sem
hann geymdi í Argenteuil. Hann gjörþekkti Signu og þetta svæðþen á
þessum árum og fram yfir síðustu aldamót var það vinsælt útivistar-
svæði Parísarbúa, þekkt af fjölmörgum málverkum impressionist-
anna. Maupassant gæti vel verið einn þeirra sem eru á hinni frægu
mynd impressionistans Renoir „Hádegisverður róðrarmannanna“
(Le déjeuner des canotiers), en þarna á bökkum Signu naut fólk lífsins
við siglinga, skógarferðir og dans á fjölmörgum útiveitingahúsum,
sem voru meðfram fljótinu eða á fljótaprömmum.
Valerien-hæðin er rétt fyrir sunnan Défense og Nanterre. Stór-
skotalið Frakka hélt þar uppi frækilegri vörn og veittu fallbyssur
Valerienvirkisins og þórdunur þeirra Parísarbúum mikinn siðferði-
legan styrk og baráttuþrek á erfiðum tímum í hinu langa umsátri.
112
www.mm.is
TMM 1999:2