Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 114
GUY DE MAUPASSANT Guy de Maupassant er einn af frægustu rithöfundum Frakka, fæddur árið 1850, dáinn 1893. Maupassant skrifaði einar 25 bækur, þar á meðal sex langar skáldsögur, þrjár ferðasögur, þrjú leikrit og gaf út ljóðasafn, en þekktastur er hann fyrir snjallar smásögur sínar og skrif- aði ekki færri en 300 smásögur sem hafa komið út í mörgum bindum, einnig ritaði hann fjölda blaðagreina. Þetta voru ótrúleg afköst á stuttum rithöfundarferli, sem spannaði aðeins rúmlega 10 ár. Nokkur ritverka Maupassants hafa verið þýdd á íslensku. Flestar smásögurnar,sem hafa komið út á íslensku, hefur dr. Eiríkur Alberts- son þýtt. Smásagan Tveir vinir gerist í fransk-þýska stríðinu 1870- 1871, þegar Prússar réðust inn í Frakkland, hernámu m.a. Normandí og sátu um París. Umsátur Prússa um París var frá 19.september 1870 og til loka stríðsins 29. janúar 1871. Umsátrið var algjört og engir að- drættir til borgarinnar. Fólk svalt heilu hungri og lagði sér til munns dýr úr dýragörðum borgarinnar, hunda og ketti og jafnvel rottur eins og vikið er að í sögunni. Sagan Tveir vinir lýsir mikilli grimmd og miskunnarleysi styrjalda og ffansk-þýska stríðsins, sem Maupassant, rúmlega tvítugur að aldri, tók þátt í. Stríðið hafði mikil áhrif á hann og um 20 smásögur Maupassants fjalla um stríðið og líf fólksins í Normandí á dögum styrjaldarinnar. Þessar sögur eru meðal bestu og frægustu smásagna hans, hér má nefna sögurnar Tveir vinir, Ungfrú Fífi og Fitubolla (Boule de suif). Sagan Tveir vinir gerist í nágrenni Parísarborgar. Sögusviðið er niður með Signu, norðvestur af París, skammt vestur af Varnarbog- anum mikla (La Défense), sem er í beinu framhaldi af hinum glæsi- legu breiðgötum, sem eru kenndar við Charles De Gaulle, Stórherinn (La Grande Armée) og Champs Elysée.sem er næst miðborginni. Hverfið í kringum Varnarbogann fékk einmitt nafn eftir hetjulega vörn Parísarbúa á þessum slóðum í fransk-þýska stríðinu haustið 1870. Nanterre, sem nefnd er í sögunni, er rétt fyrir vestan Varnarbog- ann og þar er þekktur háskóli. Maupassant stundaði á yngri árum róðra á Signu og átti bát, sem hann geymdi í Argenteuil. Hann gjörþekkti Signu og þetta svæðþen á þessum árum og fram yfir síðustu aldamót var það vinsælt útivistar- svæði Parísarbúa, þekkt af fjölmörgum málverkum impressionist- anna. Maupassant gæti vel verið einn þeirra sem eru á hinni frægu mynd impressionistans Renoir „Hádegisverður róðrarmannanna“ (Le déjeuner des canotiers), en þarna á bökkum Signu naut fólk lífsins við siglinga, skógarferðir og dans á fjölmörgum útiveitingahúsum, sem voru meðfram fljótinu eða á fljótaprömmum. Valerien-hæðin er rétt fyrir sunnan Défense og Nanterre. Stór- skotalið Frakka hélt þar uppi frækilegri vörn og veittu fallbyssur Valerienvirkisins og þórdunur þeirra Parísarbúum mikinn siðferði- legan styrk og baráttuþrek á erfiðum tímum í hinu langa umsátri. 112 www.mm.is TMM 1999:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.