Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 40
ÁRNl BERGMANN
Ekki þarf svo að vera. í Minnisvarðanum er sem Púshkín geri tvennt í
senn. Hann tekur aftur þá fyrirlitningu á kvörtunarmálum „lýðsins" sem
áður var nefnd. Hann segir ekki lengur: þið komið mér ekki við. Hann er í
heiminum, meðal manna, tekur þátt í lífi þeirra og amstri - en er um leið eins
og utan hans. Hann lofar frelsið og stendur með þeim föllnu - en á eigin for-
sendum. Allt er þetta tengt einni tilverunauðsyn skálds: að halda reisn sinni.
Og til að það takist verður skáldið að njóta þess innra ffelsis að vera óháður
bæði velgengni og módæti, tísku, valdi og vinum. En allt þetta hafði brugðist
honum á seinni árum ævinnar - nema mótlætið: hann fékk ekki gott orð að
heyra, segir Akhmatova. Því leitar Púshkín ekki samþykkis annarra í upphafi
kvæðisins - hann sæmir sig lárviðarsveig og reisir sér háan minnisvarða
sjálfur. Hann tekur sér rétt til þess með skírskotun til þess að listin sé með
nokkrum hætti æðri þjónusta, heilög iðja: Skáldgyðja hlýð þú boði guðs. Hér
er á ferli hin rómantíska dýrkun skáldskapar sem einkennir daga Púshkíns,
hér má einnig sjá áfanga í þeirri þróun að rússnesk menning einkenndist í
vaxandi mæli af tilhneigingu til að gera bókmenntir að einskonar veraldlegri
kirkju, lifandi helgidómi þar sem menn fmna hið góða, fagra og sanna.
í annan stað er hér lögð rækt við hina stoltu einsemd skáldsins. Þar fer
tvennt saman, annarsvegar upphafhing einfarans, hin rómantíska sjálfsvit-
und tímans sem í kvæðinu Poet (Skáld, 1827) segir, að um leið og skáld heyrir
rödd síns guðamáls flýr það ys og þys mannheima út á eyðistrendur og skóga.
Hinsvegar er hér byggt á lífsreynslu Púshkíns sjálfs sem verður að verja líf sitt
og heiður á mörgum vígstöðvum: í einkalífi, á ritvelli, fyrir hásæti keisara.
Púshkín er einatt sannkallað skáld lífsgleði og nautna, glaðværðar og jafnvel
ærsla, en þegar á líður heyrast æ oftar dapurlegri tónar úr hans hörpu:
Tími er kominn vinur minn, hjartað biður um frið ...
Hamingju er ekki að finna, en til eru ró og frelsi... (1834)
Honum er samt lítt að skapi að festast í sjálfsaumkun, skáldið kýs heldur að
yrkja sig í sátt við óumflýjanlega einsemd og sækja til hennar styrk. Um þetta
segir margt í sonnettunni Poetú (Til skálds) frá 1830, en þar er slegið á svip-
aða strengi og síðar í Minnisvarðanum. Þar er brýnt fyrir skáldi að hlusta
hvorki á lof né hæðnishlátra: „Þú ert keisari, lifa skaltu einn. Far þú hvert
þangað sem frjáls hugur þinn leiðir þig“. Og ekki skal skáldið sækjast eftir
viðurkenningu fyrir sitt „göfuga afrek“. Umbun finnur hann í sjálfum sér
„þú ert sjálfur þinn æðsti dómari".
Minnisvarðinn hái, upphafning skáldskapar og einsemdar rís ekki af of-
læti. Kvæðið talar máli tímans og um leið tungu skálds sem vill halda höfði og
reisn. Vill ekki láta argaþras draga sig niður í lágkúru (en Púshkín tókst ekki
38
www.mm.is
TMM 1999:2