Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 105
UPPLÝSING í GEGNUM ÞJÓÐSÖGUR
sjósókn. Þannig skýri ég að ekki eru til samtímaafrit sagnabálka hans, að
hann hefur viljað sitja einn að þeim sér til matar. Vitnisburðir eru um, að eft-
ir kvöldvökulestur ræddu menn auðvitað efni lestrarins fram og aftur, og
hefur það enn aukið og fest áhrif þessara nýstárlegu hugmynda.
Jón Árnason vitnaði um þetta starf Eiríks í formála þjóðsagnasafns síns,
1861 og sagði m.a. um Eirík (bls. xviii):
„var þreyjulítill, fór jafnan milli manna og hafði ofan af fýrir sér með
því að „segja sögur“ þar sem hann kom og dvaldi eins og fleiri hafa
brallað hér á landi, og um leið grófst hann hvervetna eftir sögum þar
sem sögufróðir menn voru á bæjum.“
Þetta er ekki aðeins vitnisburður um þjóðsagnasöfnun Eiríks í fjóra áratugi,
heldur einnig um upplýsingarstarf hans í ámóta langan tíma, hversu stöðugt
og víða sem það nú hefur verið stundað. Mjög yrði erfitt að meta hvenær
Upplýsingarhugmyndir höfðu mest áhrif á alþýðu manna, svo ekki sé talað
um hvaða aðiljar höfðu þau áhrif. En hitt virðist líklegt af framansögðu, að
Eiríkur hafi verið með allra áhrifamestu frömuðum Upplýsingarinnar á
íslandi.
Aftanmálsgreinar
1 Svanhildur Gunnarsdóttir, bls. 11.
2 Þessi skáldsaga Holbergs birtist á latínu 1741, en þýsk þýðing kom út sama ár og eftir henni
þýddi Jón Ólafsson ffá Grunnavík hana á íslensku um miðja 18. öld. Sú þýðing birtist ekki
fýrr en 1948, en sagan var enn þýdd tvívegis á íslensku á 18.öld (formáli Jóns Helgasonar
bls. xvii), svo hugsast gæti að Eiríkur hefði lesið ritið á íslensku. En miklu auðfengnara hef-
ur það verið á latínu, þýsku og dönsku (sú þýðing birtist 1742 (sjá formála Jóns, bls. x).
Harald Bache-Wig, samkennari minn við Oslóarháskóla las þenna pistil minn í handriti
og benti mér á svip Ólafssögu við Nikulás Klím. - Eftir að þessi grein var samin sá ég ítar-
legri rökstuðning fýrir þessum bókmenntaáhrifum í kafla Matthíasar Sæmundssonar í
Islenskri bókmenntasögu III, bls. 181-3
Heimildir
Árni Kristjánsson: Sagan af Parmes loðinbirni. Skírni 1944, bls. 145-167.
Eirikur Laxdal, 1743-1816: Saga Ólafs Þórhallasonar. Þorsteinn Antonsson og María Anna
Þorsteinsdóttir sáu um útgáfuna. - Reykjavík: Þjóðsaga, 1987 (xiii+ 456 bls., textinn er 372
bls.).
Einar Ólafur Sveinsson: Um íslenskar þjóðsögur. (s 102-110) Hið íslenska bókmenntafélag.
Reykjavík 1940.
Helga Gunnarsdóttir: Bókmenntir. Bls. 216-243 í: Upplýsingin á íslandi.
Ludvig Holberg: Nikulás Klím. Jón Helgason bjó til prentunar. Kbh. 1948.
Ingi Sigurðsson: Upplýsingin og áhrif hennar á íslandi. Bls. 9-42 í: Upplýsingin á Islandi.
TMM 1999:2
www.mm.is
103