Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 64
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI
arhimni 1991. Bókunum fylgdu ritgerðir um franska ljóðagerð. Merkust
þeirra er ritgerðin Um franska ljóðgerð frá Victor Hugo til nútímans, sem
prentuð er í lok síðustu bókarinnar. Sú ritgerð, einsog flest annað sem Jón
Óskar skrifaði, ber skýr merki um viðhorf hans sjálfs. Hann leggur þar
áherslu á að dadaisminn og súrrealisminn voru ein næsta samfelld hreyfing,
þrátt fyrir deilur og þjark leiðtoga sem hirðin lét ekki segja sér fyrir verkum.
Þannig afneitaði leiðtogi súrrealismans André Breton félögum sínum hverj-
um af öðrum í nafni stefnunnar, án þess það hefði áhrif á sigurgöngu hennar.
Kenningar Freuds um dulvitund og hvatalífvoru kveikjan að hugmyndum
Bretons. Menn áttu að losa sig við allar hömlur tilað hugarflugið yrði frjálst.
Breton var geðlæknir og sagt er að einn sjúklingur hans hafi kennt honum
súrrealismann. Sá hét Vaché og neitaði að viðurkenna allar reglur, lifði
einsog honum sýndist og dó þegar honum sýndist. Það væri kannski í anda
stefnunnar að viðurkenna Vaché sem höfund hennar. Margt fleira var á döf-
inni í París, m.a. vildu sum skáldin hallast að marxisma og a.m.k. tvö af þeim
merkustu, Max Jacob og Robert Desnos dóu í fangabúðum Þjóðverja.
Jón Óskar vann hreint brautryðjendaverk með kynningu sinni á franskri
ljóðagerð, enda var þessi mikli suðupottur lítt kunnur flestum skáldum hér.
Jón Óskar gaf mönnum heildarmynd af franskri ljóðstefnu, sem enn stendur
og mun lengi gera. Þrátt fýrir innlifun sína í franskan skáldskap, gætir áhrifa
þaðan furðu lítið í skáldskap hans sjálfs. Það er helst í Nóttinni á herðum
okkar að greina má áhrif frá Eluard og víðar má finna spor hans og t.d. Ro-
bert Desnos o.fl. í síðustu ljóðabókinni; Hvar eru strætisvagnarnir útg. 1995,
þarsem höfundur yrkir um París með nokkrum saknaðarkeim fer andi
þeirra Apollinaire og Blaise Cendrars stundum á loft og svífur yfir vötnun-
um. Þeir Jón Óskar og Sigfús Daðason þýddu báðir ljóð eftir risann
Saint-John Perse án þess að áhrifa þaðan gæti í verkum þeirra. En í broti úr 3.
þætti ljóðaflokksins Vinda eftir Perse í þýðingu Jóns koma þó fyrir nokkrar
setningar sem gætu kannski verið yfirskrift að öllu höfundarverki
þýðandans: „En það er um manninn sjálfan að tefla! Og hvenær verður um
sjálfan manninn fjallað? - Mun einhver jarðarbúi upphefja raust sína? Því
það er um manninn að ræða í mannlegri hérvist sinni“.
Jón Óskar bjó oft við fremur þröngan hag og var ekki heilsuhraustur, fékk
lítið greitt fyrir verk sín og hafði ekki tryggan útgefanda. Hann var vandvirk-
ur nákvæmnismaður og m.a. þessvegna merkilegt hve miklu verki hann skil-
aði. Þótt hann hafi mörgum fremur kynnt sér strauma tímans ánetjaðist
hann þeim ekki, afneitaði tilvistarstefnunni er reynt var að troða henni uppá
hann, en játaði sig sósíalista. Þó er það í ljósi tilvistarstefnunnar sem hann rís
að lokum sem miklu stærri höfundur en margir fást tilað viðurkenna. Hann
62
www.mm.is
TMM 1999:2