Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 77
ERNEST HEMINGWAY einsog þau væru steinvölur nýtíndar uppúr læk. Þau lifa og ljóma, hvert á sínum stað.“ Hvað þá um innihaldið? Þegar Hemingway var 23ja ára má segja að hann hafi verið búinn að gera sér grein fyrir flestum þeim yrkisefnum sem hann átti eftir að fjalla um. Þau voru einatt nátengd ofbeldi aldarinnar, áttu rætur í styrjöldum, snjóflóðum og nautaatsvöllum og misheppnuðum hjónabönd- um, en einkanlega í bernskureynslu hans, ósætti borga og óbyggða sem hafði snortið hann inní kviku og vakið með honum ásetning um að ráðast gegn mannlegum örlögum - ‘sýna það einsog það var’, með hans eigin orðum. Honum þótti vænt um það einsog það var, en hataði það afþví það var ekki betra. Enginn höfundur var borubrattari í viðureigninni við það sem hann kallaði dapurlegt hléið milli legs og legstaðar, en enginn hefur heldur til jafns við hann notið ánægjunnar af því. Hann leit á lífsbaráttuna sem átök við dauðann (sem hann nefndi ‘þessa gömlu hóru’), þarsem maðurinn gæti beðið bana en aldrei látið yfirbugast, og þessvegna var fullkomlega eðlilegt að í mörgum smásögunum gegna sportmenn veigamiklum hlutverkum, menn illa máli farnir sem tjá grófar tilfmningar. í nálega öllum smásögum Hemingways eru söguhetjur sem hugprúðar berjast gegn ofurefli. En í mörgum bestu sagnanna fann hann upp ‘alter ego’ sem hann nefndi Nicholas Adams til að ljá sýn sinni á angist aldarinnar skýrari útlínur. í eldri smásögum einsog „Indjánabúðum“ er hann ungur drengur sem verður fyrir óvæntri og ógnvekjandi reynslu, en lýsingin er öll á lágu nótunum einsog jafnan hjá Hemingway. í sögunum sem á eftir komu vex Nick úr grasi og lendir í margvíslegum hremmingum heima og heiman. í öllu sem hann gengur í gegnum má segja að Nick sé persónugervingur sálflækjunnar. Til að finna sál sinni frið stundar hann fiskveiðar í ám og vötnum, dýraveiðar í skógum og óbyggðum. Eyðileiki víðernanna er honum í senn fróun og ögrun, en frið finnur hann ekki sökum innri sársauka og margbrotins sálarlífs. Hemingway gerir Nick nauðalíkan okkur öllum - einsog við sjáum okkur sjálf - hræddan, hverflyndan, fálátan. Samt finnum við, þegar sögurnar eru lesnar í samhengi, hvernig Nick vex og rýfur eigin takmarkanir, verður tákn nútímamannsins og kennir okkur milli línanna hvernig lifa beri lífinu. Þær eru nokkurskonar andleg ævisaga sem á sér fáar hliðstæður, frásögn af lífsfjöri manns í greipum örvæntingar. Það væri hinsvegar fráleitt að ganga útfrá því að sagnabálkurinn um Nick sé duhn sjálfsmynd höfundarins. Hemingway hélt ff am fullkomnu sjálfstæði skáldskaparins og hefði harðneitað að sögurnar, svo raunsæjar sem þær eru, kæmu beinlínis heim við raunveruleik hans eigin lífs. Nicholas Adams er einungis að vissu marki fegruð ímynd skapara síns og á sér vitanlega sláandi hliðstæður í ýktum og stundum annarlegum söguhetjum skáldsagnanna. TMM 1999:2 www.mm.is 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.