Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 59
„ÞAÐ ER UM MANNINN AÐ TEFLA vísað til hásætis. Ég er illa svikinn ef Jóns Óskars bíða ekki betri viðtökur þeg- ar ljóð hans ná hindrunarlaust til ljóðelskra íslendinga. „Einn dag er regnið fellur mun þjóð mín koma til mín“ segir Jón Óskar í fallegu ljóði. Já regnið gegnir sérkennilegu hlutverki í ljóðum hans. Það er ekki regn handa gróindum einsog hjá skáldbræðrum hans Stefáni Herði og Einari Braga, og þvísíður er það regnstormurinn sem allt lemur og ber. Nei, það er tónlist regndropanna fyrst og fremst. Háttbundin hrynjandi þeirra er þeir falla á stéttina í moldina eða á grasið, og regnið er ekki aðeins hér. Það er líka á vinstri bakkanum í París. Ljóðinu um vinstri bakkann lýkur svo: „Regnprelúdían hljómar út um glugga-við Heilags-Andrésargötu og er enn í eyrum mínum þegar ég er kominn í neðanjarðarlestina, regn regn“. Þarna rennur tónlist regnsins saman við hjartslátt lestarinnar og þytinn af ferð hennar. Jón Óskar samdi margt fleira en ljóð. Eftir hann liggja margar bækur; smásögur, ferðasögur, minningar, hugleiðingar, skáldsaga og þjóðleg fræði, þar á meðal tvær bækur um listamanninn og flakkarann Sölva Helgason. Sem áður segir var Jón Óskar er ég kynntist honum talinn í fremstu röð ungra skálda hérlendis, sem flest höfðu róttækar skoðanir svo í pólítík sem í skáldskap. Hann var einn af ritstjórum Birtings og hafði birt ljóð og önnur skrif í blöðum og tímaritum vinstri manna. Um hann stóð styrr einsog önn- ur „atómskáld" og því þekkti ég nafn hans er mér var vísað til hans forðum einsog annarra sem við þá sögu koma, og hafði lesið bækur hans þá útkomn- ar. Árið 1954 hafði hann farið til Parísar og var þar viðloðandi a.m.k. fjögur næstu árin. Hann lærði ffönsku og reyndar ítölsku líka. Las ffanskan skáld- skap og varð hugfanginn af byltingarsögu franskrar ljóðagerðar frá Baudelaire, Lautréamont, Rimbaud o.fl. til okkar daga. Hann fylgdist einnig með myndlist og tónlist og varð innlifaður í ffanskan menningarheim í ríkari mæli en nokkurt íslenskt skáld á þessum tíma að Laxness kannski und- anskildum. Hann fylgdist einnig með franskri pólitík og eflaust heimspóli- tíkinni líka eft ir föngum og taldi sig marxista einsog flest ungt og róttækt fólk á þeim dögum. Árið 1956 fór hann svo í ferð til Sovétríkjanna. Það ferðalag reyndist honum örlagaríkt. Hann uppgötvaði að ástandið í „sæluríkinu í austri“ var í fáu líkt því sem lýsingar sanntrúaðra höfðu gefið til kynna. Þar reyndist jafnvel bannað að segja hug sinn. Ferðin breytti viðhorfum hans og hann var nógu heiðarlegur tilað þegja ekki. Árið 1964 kom út bókin Páfinn situr enn í Róm, þar sem hann viðrar reynslu sína af förinni og breyttar skoð- anir sínar. Útkoma bókarinnar varð pólitískur uppsláttur hjá blöðunum. T.d. sagði með stóru letri í einu hægra blaði: Enn einn róttækur rithöfundur birtir uppgjör við kommúnismann. Jón Óskar segir svo ffá fyrstu móttökun- um í síðustu minningabók sinni Undarlegt ferðalag: „Hægri menn kunnu TMM 1999:2 www.mm.is 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.