Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 20
GUÐMUNDUR ANDRl THORSSON harmi fólks eftir ástvini, heldur langar mig einvörðungu að vekja hér athygli á því hvernig áherslan virðist smám saman vera að færast frá því samfélags- lega til hins persónulega. Því þetta eru einkaleg skrif, nánast trúnaðarbréf sem þjóðinni allri er veittur aðgangur að. Ekki virðist jafn mikið lagt upp úr því og áður að gefa viðkomandi einstaklingi samfélagslega sæmd og lítið er dvalið við skerf til samfélagsins - opinbert líf persónunnar - en meira íjallað um kosti persónuleikans, hlýju, ást, umhyggju; hér er persónuleg þakkarskuld tjáð. Að- alatriðið er kannski þetta: Hinn látni er ekki lengur í forgrunni heldur hefur sá sem skrifar tekið sér þar stöðu, og markmið greinarinnar er ekki lengur að veita lífi hins látna vit og merkingu heldur að útmála tilfinningar þess sem rit- ar. Markmiðið er ekki að skapa orðstír- markmiðið og lykilorðið er tjáning. Eldri skólinn í minningargreinaskrifum einkennist af reglufestu og ströngum lögmálum um æskileg og rétt hlutföll ævisögu, samfélagssögu og persónulegra minninga um viðkomandi sem yfirleitt er mjög haldið í skefj- um. í rauninni eru þessar greinar eins og ritaðar af ósýnilegri stofnun, og þær útheimta nokkurt vald á þessari tegund orðræðu. Þær eru ópersónulegar og eins og ritaðar að ofan, eins og ritaðar af samfélaginu sjálfu. Þær eru ritaðar eins og skáldsögur. Þetta samfélag er horfið í nýju minningargreinunum. Hinn nýi skóli í minningargreinagerð vitnar um einhverja grundvallar- breytingu á viðhorfi fólks til texta, grundvallarbreytingu í orðræðu samfé- lagsins um sjálft sig. Og þar með: einhver grundvallarbreyting er að verða á íslenskum bók- menntum. í ferðabók sinni um lönd Islams, Among the Believers segir indversk/ trínídadíski höfúndurinn V.S. Naipaul frá því er hann kemur til þorps eins á Jövu í fylgd með ungu ljóðskáldi sem ættaður er úr þessu þorpi. Þeir finna að máli móður skáldsins sem lætur í ljós áhyggjur af syni sínum sem enn hefúr ekki fest ráð sitt þótt orðinn sé tuttugu og átta ára gamall. En er hún ekki á laun stolt af því að þú sért skáld? spyr Naipaul unga manninn, sem svarar: Hún hefur ekki einu sinni hugmynd um hvað það er að vera skáld. Og sam- ferðamaður þarlendur bætir við: Það væri aðeins ein leið til að koma móður hans í skilning um þetta og það væri með því að gefa til kynna að hann sé skáld í klassískri hefð. En það væri endaleysa. Hún myndi telja slíkt óhugs- andi. Naipaul kemst þarna sem sé að raun um að fyrir móður skáldsins er ljóð- list nokkuð sem búið er að skrifa, er gefið, eins og guðspjöll eru; það er ekki hægt að bæta þar neinu við. Þegar ég las þetta þá flaug mér einhvern veginn í hug að ég gæti hugsanlega verið að lesa hér um íslensk mæðgin og hef ekki losnað við þann þanka síðan. 18 www.mm.is TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.