Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 58
JÓN FRÁ PÁLMHOLTl og virtist vera dyravörður. Ég spurði hana eftir Ragnari. Hann er farinn, sagði konan. Ég sagðist hafa átt að hitta hann hér kl. eitt. Þekkir þú ekki Ragnar? spurði konan. Nei, svaraði ég. Það hlaut að vera, sagði hún. Er ekki von á honum aftur? spurði ég. Það veit enginn, svaraði hún. Hann er óút- reiknanlegur. Inni í stórum salnum voru smiðir að hengja upp málverk. Ég gekk um salinn að virða fyrir mér myndirnar og þarsem ég var staddur innst í öðru horni salarins sá ég skyndilega lágvaxinn mann með svartan hárlubba íklæddan blárri úlpu koma hlaupandi inn salinn. Hann stansar fyrir framan mig, réttir mér höndina og segir; þú vilt gefa út. Trúlega hef ég stunið upp svari þótt ég muni það ekki. Maðurinn segist þá til í að gefa út ljóðin ef ég sætti mig við helming upplagsins sem höfundarlaun. Ég hef víst samþykkt það, því sá svarthærði tók á rás og hljóp ffam salinn og út. Ég gekk í humátt á eftir honum og spurði konuna bakvið glerið hvort þetta hefði ekki verið Ragnar í Smára sem áðan hljóp útúr Skálanum. Jú, svaraði hún. Hittirðu hann ekki? Ég játaði því og kvaddi undrandi konuna og fór. Bókin kom svo út um haustið. Þetta var skemmtilegur tími. Skemmtilegast var að kynnast skáldunum og útgefanda þeirra. Stóðu þau kynni meðan allir lifðu. Þetta haust komu út margar ljóðabækur eftir ung skáld. Ein þeirra var Nóttin á herðum okkar eft ir Jón Óskar. Sú bók skar sig úr vegna sérkennilegs útlits, en bókin var hönnuð af Kristjáni Davíðssyni listmálara, sem þarna ruddi brautina fyrir margt sem á eftir kom. Fólk var óvant slíkum nýjungum og ég er viss um að bókin hefúr goldið síns frumlega útlits. Þetta var slæmt því bókin er að mínu áliti hreint snilldarverk og ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun. Jón Óskar var lærður í tónlist og hafði m.a. píanóleik að atvinnu um skeið. Mér þykja auðsæ áhrif tónlistarinnar á ritverk hans, ekki síst ljóðin. Ég á ekki eingöngu við þann taktfasta áslátt sem ég veit að margir þekkja, en einnig áhrif á orðaval og mótun setninga sem kannski er erfitt að útskýra a.m.k. í stuttu máli. Ég veit að nafni minn vildi ekki gera of mikið úr þessum áhrifum og vísaði m.a. til ljóða Jónasar Hallgrímssonar sem hann var látinn læra ut- anað í barnaskóla og nefndi Gunnarshólma sérstaklega. Hér má spyrja hvort skáld séu sjálf dómbærust um slíka hluti, en vísunin til Jónasar þykir mér ekki útí bláinn. Þótt hálf önnur öld og breyttar tíðir skilji þá að er ýmislegt líkt með þeim. Báðir fóru þeir ungir til annarra landa og sökktu sér ofaní ljóðagerð og ríkjandi hugsun síns tíma. Jónas las þýskar bókmenntir en Jón Óskar franskar. Báðir slógu þeir nýjan tón í anda síns tíma, án þess að glata tengslum við uppruna sinn. Hvorugur orti tyrfin ljóð eða margræð. Hinn einfaldi skýri tónn boðunarinnar samsamast landinu og þjóðinni svo allt rennur saman í upphafinni snilld, tærum einfaldleik hugsunarinnar þegar best lætur. Hvorugur var mikilsmetinn af samtíð sinni, þótt Jónasi væri síðar 56 www.mm.is TMM 1999:2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.