Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 126
HERMANN STEFÁNSSON
Án efa fóru athugasemdir á borð við þessa síðustu fyrir brjóstið á Cristoforo,
svo ekki sé meira sagt, effir því sem bréfaskriftirnar urðu meiri og ofstopa-
íyllri. Það er skemmst frá því að segja að rifrildi þeirra hætti fljótlega að
snúast um falsanir og endaði með að Cristoforo skoraði Hallgrím Alfreðsson
á hólm. Hamilton lýsti einlægum áhyggjum sínum yfir málinu; hann þekkti
báða og vissi að þeir áttu til ofbeldishneigð og voru til alls vísir. Einvígið
skyldi fara fram í dögun á flötinni við Leicester Square í London. Eini vottur-
inn var Paul Hamilton.
Það má sjá þá fyrir sér stíga skrefin tíu í áttina hvor frá öðrum, fulltrúar
ólíkra viðhorfa: Cristoforo, þessi frum-módernisti sem lagði líf sitt undir
frumleika, nýung, ferska vinda; og Hallgrímur, alþýðusonurinn sem lifði
fýrir endurtekningu, ánægjulega endurtekningu á þekktum formum, fet-
andi kunnuglegar slóðir. Þetta var futúristi sem var um leið platónskur ídea-
listi gegn epígóna, alþýðulistamanni og hefðarsinna sem þó átti sér
nútímalegri víddir. „Mennirnir tveir“, skrifaði Hamilton, „hefðu aldrei átt að
hittast, hvað þá lenda í illdeilum. Þeir áttu ekkert sameiginlegt."18 En ein-
hverra hluta vegna höfðu þeir málað sama málverkið. Líkindin á því að slíkt
gerist fyrir tilviljun eru hverfandi. Lítið bréf sem Hallgrímur skrifaði móður
sinni árið 1918 útilokar enda tilvilj unina. Hér virðist vera komið púslið sem
fullgerir myndina:
Ég hef átt náðuga daga í London og væri næstum óskandi að V íóla bil-
aði meira og oftar. Hef verið duglegur að fara á sýningar og rissa upp
skissur. Skissa sem ég gerði í síðustu viku af mynd með biblíutema
gæti orðið mín besta mynd.19
Hallgrímur var semsé ekki svo einfaldur alþýðusonur eftir allt saman. Mis-
ræmið milli þessa bréfs og tónsins í bréfunum til Cristoforos leiðir það í ljós.
En ef vel er að gáð er Hallgrímur þó hvergi ósamkvæmur sjálfum sér. Hann
leit einfaldlega svo á að það ætti enginn listaverk. Um leið og einhver annar
notar sama mótív á sama hátt er það ekki lengur sama listaverkið. Það hefur
verið sett í splunkunýtt umhverfi og verður ekki lesið eða túlkað á sama hátt.
Það er einsog þjóðsaga sem maður heyrir og endursegir öðrum. Á svipaðan
hátt og Menard í sögu Borgesar hefur Hallgrímur sett myndina af Onan og
Ger í allt annað samhengi; við endurvinnsluna hefur hún fengið nýja merk-
ingu-jafnvel þó að hún hafi verið í smæstu smáatriðum eins og frummynd-
in. Kíkóti eftir Menard er ekki sama verkið og Kíkóti eftir Cervantes. Það er
allt önnur yfirlýsing að skrifa verkið í dag en á eiginlegum ritunartíma. Vín
bragðast mismunandi eftir því með hverju það er drukkið, hvaða annað
bragð tungan geymir.
124
www.mm.is
TMM 1999:2