Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 126
HERMANN STEFÁNSSON Án efa fóru athugasemdir á borð við þessa síðustu fyrir brjóstið á Cristoforo, svo ekki sé meira sagt, effir því sem bréfaskriftirnar urðu meiri og ofstopa- íyllri. Það er skemmst frá því að segja að rifrildi þeirra hætti fljótlega að snúast um falsanir og endaði með að Cristoforo skoraði Hallgrím Alfreðsson á hólm. Hamilton lýsti einlægum áhyggjum sínum yfir málinu; hann þekkti báða og vissi að þeir áttu til ofbeldishneigð og voru til alls vísir. Einvígið skyldi fara fram í dögun á flötinni við Leicester Square í London. Eini vottur- inn var Paul Hamilton. Það má sjá þá fyrir sér stíga skrefin tíu í áttina hvor frá öðrum, fulltrúar ólíkra viðhorfa: Cristoforo, þessi frum-módernisti sem lagði líf sitt undir frumleika, nýung, ferska vinda; og Hallgrímur, alþýðusonurinn sem lifði fýrir endurtekningu, ánægjulega endurtekningu á þekktum formum, fet- andi kunnuglegar slóðir. Þetta var futúristi sem var um leið platónskur ídea- listi gegn epígóna, alþýðulistamanni og hefðarsinna sem þó átti sér nútímalegri víddir. „Mennirnir tveir“, skrifaði Hamilton, „hefðu aldrei átt að hittast, hvað þá lenda í illdeilum. Þeir áttu ekkert sameiginlegt."18 En ein- hverra hluta vegna höfðu þeir málað sama málverkið. Líkindin á því að slíkt gerist fyrir tilviljun eru hverfandi. Lítið bréf sem Hallgrímur skrifaði móður sinni árið 1918 útilokar enda tilvilj unina. Hér virðist vera komið púslið sem fullgerir myndina: Ég hef átt náðuga daga í London og væri næstum óskandi að V íóla bil- aði meira og oftar. Hef verið duglegur að fara á sýningar og rissa upp skissur. Skissa sem ég gerði í síðustu viku af mynd með biblíutema gæti orðið mín besta mynd.19 Hallgrímur var semsé ekki svo einfaldur alþýðusonur eftir allt saman. Mis- ræmið milli þessa bréfs og tónsins í bréfunum til Cristoforos leiðir það í ljós. En ef vel er að gáð er Hallgrímur þó hvergi ósamkvæmur sjálfum sér. Hann leit einfaldlega svo á að það ætti enginn listaverk. Um leið og einhver annar notar sama mótív á sama hátt er það ekki lengur sama listaverkið. Það hefur verið sett í splunkunýtt umhverfi og verður ekki lesið eða túlkað á sama hátt. Það er einsog þjóðsaga sem maður heyrir og endursegir öðrum. Á svipaðan hátt og Menard í sögu Borgesar hefur Hallgrímur sett myndina af Onan og Ger í allt annað samhengi; við endurvinnsluna hefur hún fengið nýja merk- ingu-jafnvel þó að hún hafi verið í smæstu smáatriðum eins og frummynd- in. Kíkóti eftir Menard er ekki sama verkið og Kíkóti eftir Cervantes. Það er allt önnur yfirlýsing að skrifa verkið í dag en á eiginlegum ritunartíma. Vín bragðast mismunandi eftir því með hverju það er drukkið, hvaða annað bragð tungan geymir. 124 www.mm.is TMM 1999:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.