Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 151

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 151
RITDÓMAR hann það ekki með sama hætti, hann var þátttakandi í voldugri hreyfingu, sem spannaði margar aldir og mótaði allt menntalíf álfunnar frá grunni: hinni svokölluðu „fornmenntastefnu" og ýmsum öngum hennar, textafræði og fornfræði. Að mínu mati er ekki hægt að skilja sögu hans nema skoða hana í þessu samhengi, og það er ekki síst nauðsynlegt á þessum síðustu og verstu tímum, þegar þessi forna hefð er að leysast upp og það er orðin mikil tíska að vega að henni úr skálkaskjóli fáfræðinnar, snúa út úr for- sendum hennar og rangtúlka þær. Nú víkur höfundur alloft að þessari hreyf- ingu, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að það er oftast svo stuttaralegt að lesand- anum verður ekki ljóst við hvað er átt, og það getur jafnvel verið villandi. Þegar Laurenzo Valla sýndi fram á að skjalið, sem átti að sanna að Konstantín- us keisari hefði gefið páfa yfirráð yfir öll- um vesturhluta Rómaveldis, væri í rauninni seinni tíma fölsun, markaði það tímamót í sögu Evrópu, ekki aðeins af því þetta falsaða plagg hafði öldum saman verið mikilvægt vopn í hendi páfa til að berjast fyrir veraldlegum yfirráð- um, heldur líka af því að þarna var farið að beita raunhæfri textagagnrýni. Þetta gerðist á endurreisnartímanum, og upp frá því varð textafræðin einn helsti grundvöllur fornmenntastefnunnar sem mótaði andlegt líf í álfunni, ekki aðeins bókmenntir heldur og listir og hugsun manna yfirleitt. Textafræðinni óx svo smám saman fiskur um hrygg, en það gerðist vitanlega ekki án umræðna og deilna, oft í tengsl- um við beinar rannsóknir. Á seinni hluta 17. aldar voru Jesúítar að fást við að gefa út heilagra manna sögur og skjöl tengd ævi þeirra, og þá komst einn þeirra, Papenbroeck að nafni, á þá skoðun, sem hann setti fram í riti 1675, að öll skjöl sem ættu að vera frá tímum merovinga væru seinni tíma fölsun. Þessu var strax mótmælt, og fyrir því stóð einmitt Jean Mabillon sá sem Már Jónsson nefnir nokkrum sinnum án þess að skilgreina hlutverk hans í fræðunum. Mabillon viðurkenndi að sum skjöl væru fölsuð en taldi önnur ófölsuð, og það sem meira væri: unnt væri að setja fram nákvæmar reglur til að greina á milli. Þessar reglur setti hann svo fram í riti sínu „De re diplomatica“, sem kom út árið 1681, tveimur árum áður en Árni Magnússon sigldi til náms í Kaupmannahöfn, og lét Papenbroeck sannfærast. Margir hafa talið þetta rit, sem varð grundvöllur nýrrar fræðigreinar, skjalfræðinnar, byltingu í fræðimennsku Vesturlanda, og má vera, eftir ffemur óljósum orðum Más Jónssonar að dæma, að það hafi ver- ið komið í bókasafn Bartholins árið 1684, þegar Árni Magnússon hóf þar störf sín. Fræðimenn þessa tíma, eins og Mabillon og fleiri, voru annað og meira en einhverjir grúskarar: fyrir þá var menning fornaldarinnar lifandi og markmið þeirra var að nálgast hana eftir enn fleiri leiðum en áður, - láta hana lifa í alls kyns minjum. Upp úr þessu var því hafist handa við fræðimennsku af fjöl- breyttasta tagi, t.d. að safha saman forn- um áletrunum frá tímum Rómverja og gefa þær út í vísindalegum útgáfum. Að einum þættinum í þessu starfi víkur Már Jónsson en með orðalagi sem er villandi. Hann segir á einum stað um starf Árna árið 1688 eða þar um bil: „Jafnframt freistaði hann þess að bæta textann með tilgátum um orð sem vantaði, nokkuð sem kallast „emendatio" og var helsta list fornfræðinga á 17. öld eða sá vettvangur sem þeir höfðu bestan til að láta ljós sitt skína“ (bls. 76-77). Ég efast ekki um að höfundur viti sjálfur betur, en eins og þessi setning er orðuð er hún fyrst og fremst vatn á myllu þeirra undarlegu for- TMM 1999:2 www.mm.is 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.