Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 100
ÖRN ÓLAFSSON
hittir hinar fegurstu konur og þær vilja ólmar sænga hjá honum hið fyrsta,
einnig sú sem til tilbreytingar þykist hafa eitthvað annað í huga (bls. 183
o.áfr.). Þetta hefur sjálfsagt verið kitlandi á þeirri tíð, þótt fáum muni þykja
lýsingarnar krassandi núorðið („Eftirlét Sólrún ekki að sýna honum alla
blíðu. Og leið svo þessi nótt til morguns“). Allt þetta meðlæti sem aðalper-
sónan verður fyrir, er auðvitað meðal einkenna léttra skemmtisagna.
Sú spurning kann að vakna hvers vegna lýsingar á lífi fyrirfólks í Dan-
mörku séu heimfærðar upp á álfa. Má vera að þekking Eiríks á því hefðar-
fólki hafi verið helsti yfirborðsleg og aðfengin til að vera sannfærandi í
beinum lýsingum. Álfarnir eru ýmist af þessu tagi eða þeir líkjast íslensku
sveitafólkii og var það allt hægara. En líklegast þykir mér að þessi þjóðtrú-
aratriði séu tekin inn í söguna til að ná nánu sambandi við hugmyndaheim
íslensks almennings.
Auk ýmisskonar þjóðsagna eru í sögunni góðar lýsingar á ýmsum
alþýðustörfum, siglingum og fiskveiðum, m.a. og margar þjóðsagnanna eru
sagðar í hefðbundnum íslenskum sagnastíl, þar sem ríkja stuttar aðalsetn-
ingar, ólíkt flóknum huglægum setningum kansellístílsins. Töluverð fjöl-
breytni er í sögunni, þegar á heildina er litið. En einnig koma kaflar (t.d. bls.
184 o.áfr.) þar sem saga eftir sögu um ást í meinum (manna og álfa), er
fleyguð inn í hver aðra, svo erfitt er að átta sig á því hver er nú Rómeó og Júlía
hverju sinni. Samkvæmt nútímamælikvarða er byggingu sögunnar verulega
áfátt.
En þá verður þess að minnast, að fyrir tveimur öldum voru bókmenntir
ekki fýrst og fremst lesnar í einrúmi, svo sem nú er, heldur yfirleitt lesnar
upphátt yfir tóvinnufólki á kvöldvöku. Sjaldan hefur slíkur lestur staðið
lengur en klukkutíma í senn, stundum skemur, ef fólk var almennt þreytt. Og
við slíkar aðstæður hefur þessi saga verið ólíkt meira spennandi en nú er
þeim sem les hana tímunum saman. Útgefandi hefur (bls. 406) metið lengd
sögunnar til 24 klukkustunda upplesturs. Hefði efni sögunnar verið skipað í
heildarbyggingu, eins og nú tíðkast um skáldsögur, þá hefðu margir getað
misst þráðinn. Auðveldara var að fylgjast með runu stuttra ævintýra svo sem
enn eru framhaldsþættir sjónvarps nú á dögum.
II
Nú er Ólafssaga vitaskuld ekki merkilegt skáldverk. En svo umhuguð sem
höfundi hefur verið skemmtun, þá fer því fjarri að hún sé aðalatriðið. Því hér
er á ferðinni „saga með boðskap“ - Upplýsingarinnar, sem þá ríkti víða í Evr-
ópu. Um hana má einkum fræðast af greinasafninu Upplýsingin á íslandi.
Þessi stefna kom fram með ýmsu móti, en sameiginlegt er fyrst og fremst bar-
98
www.mm.is
TMM 1999:2