Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 124
HERMANN STEFÁNSSON þýðanda Literary Times barst þýðing á grein eftir sjálfan Jacques Derrida, býsna sannfærandi eftirlíking, sem aldrei hafði verið skrifuð á frummálinu af frumhöfundi. Naumlega tókst að stöðva birtingu. Um nokkurra vikna skeið ríkti ringulreið í breskum fjölmiðlaheimi. Greinarnar höfðu borist eftir venjulegum boðleiðum, á diskum og með tölvupósti; það þyrfti verulega góðan tölvuþrjót til að koma prettum í kring. Menn voru ekki sannfærðir um að allir þeir sem voru að afneita skrifum sínum hefðu í raun og veru orð- ið fyrir barðinu á einum eða neinum. Engu að síður var allt eftirlit hert og grunnur lagður að nýju kóðakerfi. Nú birti Literary Times grein eftir Humbert Fuego þar sem hann lýsir markmiðum og aðferðum samtaka sinna. Markmið okkar er ekki að notfæra okkur veikleika íjölmiðlaheimsins til að koma á framfæri áróðri samtaka okkar. Við stefnum miklu hærra. Við ætlum að brjóta til grunna máttarstólpa vestrænnar ein- staklingshyggju og hræsni, sjálfan höfundarréttinn. Nú þegar hafa þekkt nöfn einsog Jacques Derrida og Will Self lagt málstað okkar lið með því að afneita réttinum yfir textum sínum svo að þekkt nöfn heyri sögunni til. Fleiri eiga eftir að bætast í hópinn. Smám saman fjölgar fylgjendum okkar, orðræðuheimurinn fyllist af höfundarlaus- um textum á floti í tóminu eftir að grafið hefur verið svo undan merk- ingarkerfi fjölmiðlanna að engu verður lengur hægt að treysta.13 Derrida og Self hafa ekki til þessa dags geta svarið af sér skrifin sem voru þeim eignuð. Menn vita ekki hvort þeir eiga að trúa þeim eða ekki. Það er ekki að undra að Fuego (ef sá maður var í raun og veru til) endar grein sína á því að lofa því að afneita henni daginn eftir, loforð sem hann, eða einhver annar, stóð svo við. Greinin hratt af stað bylgju af afneitunum á höfúndargildi texta. Mest voru þetta auðrekjanlegir hrekkir sem ekki voru frá höfundum blaðagreina komnir. Times varð illilega fýrir barðinu á þessu, ekki vegna þess að höfund- argildið færi svo oft raunverulega á milli mála heldur vegna hins að starfs- menn blaðsins eyddu öllum tíma sínum í að fara yfir villtar heimildir, fölsk skilaboð, að sannreyna hverjir höfundar greina væru. Á tímabili var haft á orði að þetta myndi ríða blaðinu að fullu. Það var tekið til við að lögsækja hrekkjalómana. Það tókst að hafa upp á Humbert Fuego sem öðru nafni hét Wilfred Coyne og því þriðja listamannsnafninu Roll X. Roll X hafði þegar tapað málaferlum um höfundarrétt. Hann var tónlistarmaður, rappari, sem var sakaður um að hafa tekið tónsmíðar ófrjálsri hendi, nokkuð sem er ekki óalgengt í þeim geira. Hann var hinsvegar dæmdur í 30.000 punda sekt sam- kvæmt nýjum lögum 1992 sem þótti tímamótaúrskurður. Samtök um höf- 122 www.mm.is TMM 1999:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.