Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 143
Ritdómar
Ég vitja þín, æska
Þorvaldur Þorsteinsson: Ég heiti Blíðfinnur en þú
mátt kalla mig Bóbó. Bjartur 1998,120 bls.
„Hún er góð. Og spennandi. Og dáldið
fyndin, dáldið óskiljanleg og dáldið
skrítin,“ sagði átta ára gamall sögufikill
um bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Ég
heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig
Bóbó. Lýsingin nær til flestra þátta sög-
unnar, en þó er freistandi að útfæra hana
örlítið nánar.
Sagan segir frá Blíðfinni, lítilli (karl-
kyns) veru með þykk gleraugu og fín-
gerða vængi sem býr í húsinu skammt ff á
stóru eikinni. Einn morgun vaknar hann
af undarlegum draumi og finnur aðra
litla veru í bakgarðinum hjá sér. Speking-
urinn í eikinni segir honum að þetta sé
barn og það muni hverfa aftur eftir
nokkurn tíma en því vill Blíðfinnur ekki
trúa. Hann og barnið verða heimsins
bestu vinir, en Spekingurinn hefur rétt
fyrir sér. Barnið hverfur sporlaust einn
daginn og þá leggur Blíðfinnur upp í ára-
langa leit að því. Sú leit er aðalefni sög-
unnar. Hún er hrikalega hættuleg því
heimurinn fyrir utan hliðið heima hjá
Blíðfinni er byggður margs konar verum
sem sumar eru háskalegar í meira lagi. En
þegar Blíðfinnur er alveg að gefast upp á
leitinni og hefur orðið fýrir illbærilegri
sorg, heyrir hann rödd barnsins á ný og
fær endurnýjaða lífsvon.
Við fáum smám saman góða hug-
mynd um ævi Blíðfinns áður en hann
hittir barnið. Hann er munaðarlaus, for-
eldrar hans eru farnir til Ljósheima, og
hann hefur aldrei átt náinn vin fýrr en
barnið. Við fáum einnig innsýn í hugs-
anir og hugmyndaheim hans, ótta hans
og áhyggjur og fýlgjumst með því hvern-
ig honum vex ásmegin í leitinni löngu.
Sagan er sögð í þriðju persónu en
sjónarhornið er yfirleitt hjá Blíðfinni.
Sögumaður er þó alvitur, sér og heyrir
ýmislegt sem Blíðfinni er hulið og hefur
sérstakt samband við lesendur fyrir ofan
höfuðið á persónu sinni. Það helgast að
sumu leyti af því að Blíðfinnur er afar lítil
vera, minni en hlustandinn sem sögu-
maður er að segja söguna. Hlustandinn
og sögumaður eiga því ýmislegt fleira
sameiginlegt en þeir eiga með Blíðfinni.
Þessi sögumaður veit hvernig fer og
boðar það iðulega í hálfkveðnum vísum
sem auka á spennuna. Þegar verulega
syrtir í álinn blandar sögumaður sér per-
sónulega í frásögnina og fær hlustand-
ann tO liðs við sig: „En auðvitað finnst
okkur engin glóra í þessu! Við verðum að
reyna að koma vitinu fyrir vin okkar!
Halló! Hvað ertu að gera, Blíðfinnur?"
(104)
Því miður höfum „við“ ekkert að
segja í málinu. Blíðfinnur heyrir ekki til
„okkar“. Það er ekki fyrr en rödd barns-
ins heyrist sem hann tekur sönsum.
Hver er Blíðfmnur?
Sagan um Blíðfinn er fallega skrifuð, stíll
TMM 1999:2
www.mm.is
141