Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 102
ÖRN ÓLAFSSON
eignast dótttur með álfkonu, og dóttirin ræðir útlitsmun álfa og manna.
Álfarnir líkjast að sumu leyti negrum í útliti (bls. 304, þykkar varir, víður
munnur, hörundslitur „gráleitur með öskulit“). En meginatriðið er sú
áhersla sem lögð er á hve huglægir mælikvarðar á fegurð séu, og að mæli-
kvarðar manna séu ekki betri en álfa. En ekki mun þessi boðskapur hafa haft
mikla hagnýta þýðingu. Enda þótt danska ríkið ætti nýlendur bæði í Afríku
(Ghana) og Karíbahafi, var víst mjög lítið um hörundsdökkt fólk í Dan-
mörku, og að því best er vitað var aðeins einn slíkur maður á íslandi á síðari
hluta 18. aldar, virtur verslunarmaður á Djúpavogi. Mikill ættbogi mun af
honum kominn, m.a. núverandi forsætisráðherra landsins, Davíð Oddsson.
-Loks má nefna merkilega breytingu á sjónarhorni. Eftir að lesendur hafa
fýlgt lýsingu aðalpersónu á því hvernig hann er ofsóttur með göldrum af álf-
konu sem hann vildi ekki þýðast, hittir hann aðra aðlaðandi álfkonu, sem
umtúlkar alla söguna lið fýrir lið sem ofsóknaróra hans og tilefnislausar árás-
ir hans á fyrrnefnda konu (bls. 178-80). Þetta er sláandi dæmi um hvernig
sagan vinnur gegn ríkjandi hjátrú og fordómum. Og í stuttu máli sagt, allur
þessi meginboðskapur hennar er samkvæmt stefnu Upplýsingarmanna, sem
einmitt réðu ríkjum í Danmörku þegar Eiríkur kom þangað (sbr. Þorstein
Antonsson, bls. 393).
Allur þessi boðskapur er borinn ff am sem sjálfsagðasti hlutur, í kurteisleg-
um samtölum viturs og vel siðaðs fólks. Eðlilega eru það hinar ffamandi ver-
ur, álfarnir, sem útskýra samhengi hlutanna fýrir aðalpersónunni, íslenska
alþýðumanninum. Og andmæli gegn þessum boðskap eru kölluð heimska
(bls. 278) og koma einungis af augljóslega illum hvötum, frá kaþólskum
biskupinum, sem í Upplýsingarritum var eins og hér hefðbundinn fulltrúi
andlegs myrkurs og fégræðgi (sbr. Inga Sigurðsson, bls. 21). Og þá eina
skýringu sé ég á því að Ólafssaga á að gerast einhverntíma á miðöldum, auð-
vitað var ekki hægt að gagnrýna höfuð þjóðkirkjunnar fyrir tveimur öldum.
En sagan tekur sjálfa sig ekki alltaf hátíðlega. Einnig eru gamansamar frá-
sögur, svo sem um manninn sem varð fyrir þeim álögum að breytast í hest.
Það þótti honum breyting til mikils batnaðar, bæði ánægjulegt að vera innan
um heilt stóð af merum, og svo uppgötvaði hann hve fjölbreytilegt ljúffneti
leyndist í grasi (bls. 206-7). Líklegt er að þessa álagasögu byggi Eiríkur á al-
kunnri sögu Rómverjans Apuleius um gullna asnann, - sem maður breyttist
í við álög (sbr. og Maríu, bls. 136).
III
Þegar rætt er um fyrirmyndir þessara sagna hefur verið bent á erlend
ævintýrasöfn svo sem Þúsund og eina nótt og Þúsund og einn dag, sem á 18.
100
www.mm.is
TMM 1999:2