Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 51
BLÍÐAN í AUGUM HENNAR
myndir af lifandi fólki sem var að því komið að deyja úr hungri, þegar
því var bjargað. Og allt var það söguleg þróun, sögðum við, hástig auð-
valdsins, imperíalisminn, sem alþýðu heimsins hafði tekist að sigrast á
með Sovétríkin í broddi fylkingar. Og dauði föður míns, hægfara
dauði úr hungri eða krabbameini, söguleg nauðsyn? Nei, þannig mátti
ekki hugsa. Einstaklingurinn skipti ekki máli í framvindu sögunnar,
heldur fjöldinn.
Vinir mínir sendu mér bréf frá Svíþjóð og Danmörku. Þeir voru
hamingjusamir og fullir af bjartsýni á framtíð hins nýlega frjálsa
heims, listina, bókmenntirnar, vísindin, sósíalismann, bræðralag alls
mannkyns, og þeir höfðu farið á kenndirí með upprennandi snilling-
um í bókmenntum og málaralist.
Þetta var tími frelsisins.
En um leið var það tími haustsins sem er svo fagurt í Reykjavík, þeg-
ar milt rökkrið færist yfir Austurstræti og Tjörnina og hlýleg ljós
kvikna í húsunum. En á þeim árum voru göturnar í miðbæ Reykjavík-
ur fullar af lífi, fullar af gangandi, friðsælu fólki. Og þó gat ég ekki trú-
að á fegurð haustsins, því sú fegurð hverfur og við tekur kaldur vetur
með hríðarbyljum, tákn raunveruleikans á íslandi.
Það var eitt kvöld að ég kom heim frá því að leika fýrir dansi og var
þreyttur, svo ég fór beina leið inn í herbergið mitt, en ég var ekki fýrr
kominn inn fýrir þröskuldinn en móðir mín kom í dyragættina og var
grátandi. Hún sagðist halda að faðir minn væri að deyja og bað mig að
koma með sér inn til hans.
Ég fór með henni inn í herbergið, þar sem faðir minn lá, og ég sá að
hann gat ekki átt langt eftir. Hann var meðvitundarlaus, en það fóru
kippir um andlit hans.
Ég stóð lengst af við fótagaflinn á rúminu hans og fýlgdist með and-
ardrætti hans, en öðru hverju hvarflaði ég augunum að glugganum á
bak við rúmið og þó að vísu til hliðar við það, og þá var einsog ég sæi
fýrir mér lyftudyr opnast og ég sá stúlkuna í lyftunni, hjúkrunarkon-
una (var hún annars nokkur hjúkrunarkona?) sem var svo falleg og
horfði svo hlýlega á mig, þegar ég var að sækja föður minn á spítalann,
og ég sá hana fara út úr lyft unni, sá fallega bogadregna kálfa hennar, og
ég flýtti mér að líta frá glugganum á föður minn, en móðir mín kom
öðru hverju til mín og sagði eitt orð eða tvö og var á rölti um herbergið
og út úr því og inn í það aftur.
TMM 1999:2
www.mm.is
49